Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, May 15, 2006

Eftir viku...

Já, eftir viku eru þessi próf liðin tíð. Eftir nákvæmlega viku verð ég líklega að ganga út úr munnlegu stærðfræðiprófi og þar með að ljúka skólagöngu minni í bili. Ótrúlegt hvað þetta hefur allt liðið ótrúlega hratt. Finnst eins og ég hafi byrjað í gær.
Hef ekki lesið orð um helgina,sem er nokkuð slæmt. Ég er nefninlega að fara í munnlegt íslenskupróf á fimmtudaginn og er ekkert mjög klár í svoleiðis stússi, að túlka eitthvað og svoleiðis vesen. Því verð ég nú að koma mér í gírinn aftur og klára þessa viku sem virðist þó vera óyfirstíganlegt verk.

Leiðindarfrétt þetta með Eyþór. Við verðum þó bara að vona það besta, að fólk gangi til kosinga og kjósi málefni. Sjálfstæðisflokkurinn í árborg býður enn fram sterkan lista, þrátt fyrir þetta atvik. Flokkurinn talar fyrir góðum málefnum og ég held því að staða hans í árborg sé enn sterk. Því verður þó ekki neitað að þetta atvik hefur eflaust einhver áhrif en við skulum vona að þau verði sem minnst.

Heyrumst eftir viku, þá mun mikil gleði ríkja og bjartari tímar framundan

0 Comments:

Post a Comment

<< Home