Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, May 16, 2006

Skelfing sniðugt

Já maður spyr sig, afhverju erum við ekki sofandi þar sem við erum ekki að læra. Jú það er af því að við erum bæði skelfingu lostinn. Það stafar af því að Hildur sat við stofuborðið og alveg búin að sökkva sér ofan í Gunnarshólma (ljóð eftir Jónas Hallgrímsson) og Mundi situr og spjallar við múttu sína, svo leggur hann tólið á og spyr Hildur ertu með kók. Hildur alveg komin í Rangárvallasýsluna í huganum tautar nei. Hildur er svo rétt að setja punktinn við hólmanum þar sem Gunnar snéri aftur þegar púði kemur fljúgandi á fullri ferð. Þá kemur að því sniðuga hann skall beint á hálfslíter tuborg (árborg) glas fullt af vatni með þeim afleiðingum að vatn slettist út um allt og glerbrot flugu um alla stofuna. Svipurinn á Munda var alveg óborganlegur þegar hann gargaði með grátstaf í kverkunum ÞÚ LAUGST. En snilldin við þetta er sú að með þessu áframhaldi þurfum við aldrei aftur að vaska upp.
Af öðru leyti er allt gott að frétta af Káranum. Mundi er á hnjánum að skúra og klárar nú senn prófin. Síðasti lærudagur hans er í dag og hefur hann tileinkað morgundaginn þrifum.
Dyrabjallan er biluð aftur, þessi bilun er heldur verri þar sem hún bitnar á okkur sjálfum en ekki gestum. Síðast þurftu gestir bara að hringja á undan sér eða gera vart við sig með öðrum hætti. Nú þurfum við aftur á móti að hlaupa á harðaspretti niður allar tröppurnar og hleypa fólki inn þar sem lyklatakkinn á dyrasímanum er hættur að virka sem skyldi. Vesen
En jæja nú er komið að ferðalokum.
Verið þið sæl

0 Comments:

Post a Comment

<< Home