Sumarlok
Ég hef gefist upp á því að bíða eftir Munda og tek það bara í mínar hendur að gera upp sumarið og hefja veturinn. Núna er sumrinu sem aldrei kom, formlega lokið og skólarnir byrjaðir og þar með komin vetur. Ég er samt ekki byrjuð ennþá og þykir það vera furðuleg tilfinning að sjá alla labba í og úr skóla, allir búnir að kaupa bækur og byrjaðir en ég bara ennþá úti að raka. Hlakka því mjög mikið til að byrja líka og er mjög fegin því að hafa ákveðið að fara strax í skóla. Þó svolítið óttablendin tilfinning.
En nýr vetur þýðir nýtt fyrirkomulag á Kárastígnum (hefur allavega gert það síðustu fjögur ár). Í vetur verðum við Mundi ekki þrælar heldur höfum við þræl. Hann Óskar ætlar að flytja inn til okkar og þar sem hann er að læra kokkinn mun hann algjörlega sjá um eldhúsið í hósiló.
Tóta og Matti eru svo að flytja til UK og fáum við því ýmist nýtt í höllina sem mun nú líta betur út en nokkru sinni fyrr. Míló sem bjó einu sinni hjá okkur mun líka koma til baka og ein vinkona hanns með honum. Kárastígurinn mun því brátt fyllast af lífi og fjöri og allir velkomnir að kíkja í kaffi og með því.
Ég ætlaði víst líka að gera upp sumarið en tel það vera óþarfa þar sem lítið sem ekkert hefur á daga mína drifið á þessu ótrúlega stutta sýnishorni af sumri.
Loforð um að hér með sé bloggið komið á fullt, þangað til næst
Hildur sem vann síðasta vinnudaginn í dag :)
En nýr vetur þýðir nýtt fyrirkomulag á Kárastígnum (hefur allavega gert það síðustu fjögur ár). Í vetur verðum við Mundi ekki þrælar heldur höfum við þræl. Hann Óskar ætlar að flytja inn til okkar og þar sem hann er að læra kokkinn mun hann algjörlega sjá um eldhúsið í hósiló.
Tóta og Matti eru svo að flytja til UK og fáum við því ýmist nýtt í höllina sem mun nú líta betur út en nokkru sinni fyrr. Míló sem bjó einu sinni hjá okkur mun líka koma til baka og ein vinkona hanns með honum. Kárastígurinn mun því brátt fyllast af lífi og fjöri og allir velkomnir að kíkja í kaffi og með því.
Ég ætlaði víst líka að gera upp sumarið en tel það vera óþarfa þar sem lítið sem ekkert hefur á daga mína drifið á þessu ótrúlega stutta sýnishorni af sumri.
Loforð um að hér með sé bloggið komið á fullt, þangað til næst
Hildur sem vann síðasta vinnudaginn í dag :)
3 Comments:
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 12:39 AM,
Anonymous said…
ég sem var svoo fyndin í kommentunum og nú er það bara horfið... en til hamingju með nýja síðu vonandi verður hún virkari en nokkru sinni fyrr
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 9:23 AM,
Þórhildur Hagalín said…
tek undir þessi orð og vonast eftir miklu lífi hér í vetur
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 11:33 PM,
Tóta said…
Mjög fallegt útlit, hlakka til að lesa um framtíðina ;)
Post a Comment
<< Home