Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, May 21, 2006

Alveg í ruglinu á síðustu metrunum!

Ég klár þett stúdpróf eft minn en tólf tím!
Nú er ég rétt að detta í sumarfrí, þvílík gleði, ánægja, spenna, stress, vitleysa, rugl, stærðfræði, fáránlegheit og þar fram eftri götunum.
Nú get ég ekki meira, það er bara lífsins ómögulegt að leggja 100 sannannir og 50 skilgreiningar á minnið og fyrir utan það að kunna trilljón dæmi.
Ég hef því formlega gefist upp á síðustu metrunum, kannski það sleppi nú.
Er samt að hugsa um að prófa að hringja upp á skrifstofu klukkan átta á morgun og segja mig úr skólanum, svona nokkrum mínútum áður en prófið byrjar. Þá væri ég líklega búin að skrá nafn mitt á spjöld sögunnar, eða sögu þessa skóla. Það væri sko húmör.
En mig þyrstir í að vita hvort maður sé orðinn vitlaus og eigi erindi á vitlausraspítala ef maður er farin að tala við sjálfan sig heilu og hálfu dagana og gera svo alls kyns vitleysu sem heilbrigt fólk gerir e.t.v ekki.
Hef nefninlega verið í einangrun á Káranum þessa helgi, eða síðan á fimmtudag og dundað mér við stærðfræðina og talað við sjálfan mig. Voða spes.
En á morgun, já á morgun er loksins kominn 22. og þá mun rúmlega mánaðar törn minni í prófum ljúka.
Nú ætla ég samt að lesa smá meira og athuga hvað gerist með geðheilsu mína
Verið þér sælir herra jeremí

0 Comments:

Post a Comment

<< Home