Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, October 24, 2006

TZETZE

Nú er fokið í flest skjól. Þegar maður eyðir tímanum sem maður neyðist til að vera á þjóðarbókhlöðunni í að vafra á netinu og blogga er maður komin á hættulegt stig einbeitingaleysis eða athyglisbrests. Ég er hérna einungis vegna þess að það er hola á stundasrkránni minni sem er of stutt til að rölta heim. Ekki er það vandamálið að lítið sé að gera eða að ég sé ekki með bækur, nei vandamálið er að það er svo mikið að gera að ég get ekki ákveðið á hverju er best að byrja. Það að vafra á netinu er því það eina lausnin.
Annars eru nú fleiri vandamál sem hrjá mig þessa dagana. Ég er hrædd um að flugnabú hafi myndast eihversstaðar á Kárastíg og í því búa hinar skæðu tzetze flugur sem valda svefnsýki. Ég og aðrir heimilsimenn eigum það svoldið til að sofa yfir okkur, sem kemur nú fyrir á bestu bæum, en virðist koma of oft fyrir á Kára. Óskar er reyndar ónæmur fyrir þessari veiki að ég held því honum tekst að koma sér í vinnu á réttum tíma. Það alvarlegasta við þetta er að ég virðist geta sofið í allt að 14 tíma á sólarhring sem er ekkert normal. Það þýðir því að eftir svefn gefst ekki mikill tími á sólarhringnum fyrir nokkuð annað.

Það er þó ekki allt að fara til fjandans, það gengur allt ágætlega þrátt fyrir þetta og stjórnmálafræðin er oftast nær skemmtileg.
Við fórum öll saman í bíó í gær á mýrina og held ég að ég geti mælt með henni, (reyndar skildum við nancy og milo eftir heima).
Hætt í bili, þarf að fara í vinnnulagstíma, bless kex

2 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 3:54 PM, Blogger Tóta said…

    ja sjitt hvað það var kósý að vera í félagsvísindadeild í Hí. Sama hvað maður svaf mikið, ef maður svaf bara ekkert í desember þá reddaðist allt!! Hihihi ..ekki til eftirbreytni þó!

     
  • Blogger Þórhildur Hagalín said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 7:12 AM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

      hahaha! nákvæmlega - ég held ég hafi aldrei í lífi mínu sofið jafn mikið og á fyrstu önninni minni í hí - góðir tímar...

       

    Post a Comment

    << Home