Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, September 21, 2008

Leuven

Jæja þá er ég komin til Leuven.



Loksins er ég komin á leiðarenda og sit núna heima hjá mér í herberginu mínu sem ég er búin að finna mér. Fyrstu dagarnir fóru í hlaup um alla Leuven til þess að skoða herbergi sem hugsanlega gætu orðið samastaður minn næstu mánuði. Ég sá ýmislegt á þessum dögum og komst af því að ég hef bara nokkuð háan skítastöðul, sem kom mér verulega á óvart:)



En leit þessi tók enda og ég er komin með herbergi sem er hreint og fínt. Ég leigi herbergi í íbúð með 6 öðrum. Þar af eru þrír belgar, einn spánverji, einn grikki og einn lithái. Ég deili eldhúsi, sturtu og klósetti með þessu fólki sem virðist við fyrstu kynni vera hið fínasta fólk. Ég hef hins vegar handlaug eða vask inni í herbergi útaf fyrir mig. Í gær fór ég svo aftur til Þórhildar og eyddi með henni laugardeginum og gisti þar. Í dag kom hún svo til mín til Leuven í heimsókn og til að taka út herbergið. Hún tók myndavélina sína með svo að ég gæti sýnt ykkur herbergið mitt:) Það verða eitthvað fáar myndir allavega fyrsta part dvalar mynnar hér þar sem myndavélin mín varð fyrir hnjaski í kveðjupartýinu og varð því að vera eftir á Íslandi.






Á þessum hlaupum mínum undanfarna daga hef ég einnig reynt að ná einhverjum af þeim fjölmörgu dagskrárliðum sem voru hluti af orientation dögunum eða kynningardögunum. Ég er búin að fara í göngutúra um Leuven og sitja nokkra fyrirlestra um hin ýmsustu mál sem gætu komið sér vel og farið í eitt nokkuð gott partý sem endaði niðrí bæ til klukkan fimm um morguninn. Á föstudagskvöldið fór ég svo í bíó með skiptistúdentunum hér og fengum við að sjá eitt stk. flæmska mynd sem ég man ekki hvað heitir en var mjög góð:)


Byrjunin hér í Belgíu hefur því lofað góðu og býst ég við því að þetta muni verða viðburðaríkt og skemmtilegt ár.





Að vera Íslendingur er ekki svo auðvelt. Ég er eini Íslendingurinn hér og nú þegar ég hef átt í fjöldanum öllum af small talk samræðum er ég að hugsa um að fara að kynna mig sem Breta.


Samræðurnar byrja oft á einhverju eins og hvað ertu að læra eða einhverju slíku. Svo kemur að því að fólk vill vita hvaðan þú ert. Ertu frá Bretlandi? Nei. Írlandi? Nei ég er frá Íslandi. Váá that's exotic! You wan't be going home every weekend. That's really far away. Þetta kemur jafnvel frá fólki sem kemur frá Ameríkunni. Mig er farið að langa að segja já, ég kom með geimflaug, Ísland er nefninlega á tunglinu. Nafnið mitt flækist líka virkilega fyrir fólki. Þetta fer þó að venjast:)





Á morgun er svo skólasetning eða welkome day með messu og alles:) Ég á líka ennþá eftir að skrá mig í kúrsa. Ég ætlaði að gera það í gær en þá sagði heimasíða skólans mér að allt bachelornám sé kennt á flæmsku nema guðfræði. Ég ætla að reyna að byðja þá um að hjálpa mér með þetta á morgun niðri í skóla og ef allt bregst verð ég bara að læra guðfræði. ´


Ég er líka komin með belgískt símanúmer sem er 032473398997

Þá held ég að það sé komið að sinni.


Kveðja frá Belgíu


Hildur:)

3 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 10:04 PM, Blogger Tóta said…

    Snilld! þetta virðist bara vera fínasta herbergi. Mér hefur alltaf fundist síra Hildur hljóma vel og þú fengir þá masa óhindrað í lengri tíma án truflana! Góða skemmtun og gangi þér vel á morgun
    Tóta feita

     
  • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 8:40 AM, Anonymous Anonymous said…

      Mér sýnist þetta bara hið ágætasta herbergi, ég er viss um að þú spjarir þig vel með öllu þessu fólki í ibúð. Svo lengi sem þú lendir ekki með brjáluðum Svía þá er allir vegir færir. ;)
      Gangi þér vel Hildur mín, ég hringi í þig kannski við tækifæri, ef til vill á sunnudegi svo við höldum nú í hefðina.

       
    • Anonymous Anonymous said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 2:34 PM, Anonymous Anonymous said…

        þetta er fínasta hýbýli.. gaman að heyra í þér í gær og mikið er gaman að þú sért byrjuð að blogga til að stytta manni aðeins stundirnar..eða kannski meira trufla mann;)

        en hættu að tala við apu.. og svo verðurðu að byrja að safna penge í sturtuna ef ég á að koma í besöge!!

         

      Post a Comment

      << Home