Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, May 10, 2005

Sven Ingvars?

Reynum nú að hafa þetta innan skynsamlegra marka, ekkert bull lengur.
Þar sem það verður enginn hér á Kára í sumar hefur verið ákveðið að leigja hósílóið til handa nordjobburum. Þar sem við, að því er virðist, verðum endalaust í prófum. Gefst okkur ekki tækifæri á að hafa okkur á brott áður en innrás skandinavanna gengur í garð.
Þ.e.a.s þann 17. mun fjölga um s.s eina svie kvinne í hósiló. Hún mun vonandi taka virkann þátt í prófþrossa okkar og heimilisstörfum, ekki amalegt að vera með maid í prófum. Sérstaklega þar sem heimilisstörfin hafa sitið á hakanum í nokkuð langan tíma og eins glas reglan komin á.
Til þess að við séum sem best í stakk búinn til þess að skemmta þessum skandinava þætti okkur afar vænt um ef hægt væri að komast yfir eins og nokkra Sven Ingvars á geisladisk eða jafnvel teipi.
En hvað um það passið ykkur á myrkrinu og öllum tíndu glæpammönnunum.

p.s. ef glæpamenn eru ótíndir eru þeir þá í fundnir og komnir á hraunið?

NEFNDIN

Monday, May 09, 2005

4,9

Fallinn með fjóra komma níu
eitt skelfilega skiptið enn
Fallinn, útskúfaður maður
er ég ekki eins og aðrir menn
Ég er að horfa út um gluggann minn
á alla þá sem fengu fimm
Og ég les og les
í sól og sumaryl
því ég verð að ná í næsta sinn
pabbi bandsjóðandi vitlaus
hann vill að ég verði nr. eitt
mamma sagði að það væri ekki að marka
ég gæti hvort eð er ekki neitt
ég er að horfa út um gluggann minn
á alla þá sem fengu fimm
og ég veit og ég veit
þeir gera gys að mér
því ég er fallinn í fimmta sinn.
Ég er að horfa út um gluggann minn
á alla þá sem fengu fimm
og ég les og ég les
í sól og sumaryl
því ég verð að ná í næsta sinn
Fallinn með 4.9 eitt skelfilega skiptið enn
Fallinn, útskúfaður maður
er ég ekki eins og aðrir menn.

NEFNDIN

Saturday, May 07, 2005

í útilegu

Tjaldið er komið upp í stofunni og verið er að verma grillið.Prímusinn yljar tjaldið. Húsbóndinn ber harðfiskinn á meðan húsfreyjan smyr flatkökur. Við seljum EKKI landbúnaðarvörur.
Það var einu sinni Norðmaður á Siglufirði með hníf!!
Djöfullinn maður, ég get aldrei farið á Billan aftur, eins og mér finnst það gaman.
Skapsveiflur minna á sinusfallið og geðveikin fer í fleygboga. Börnin fara í frispý við ylvolgan príusinn. Fallalallala ævintýri en gerast. Esjuna ber við sólroðin himininn. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Fleygboginn er neikvæður og topppunktur hans ansi hár.
Rauðsprungin augu og augnlokinn síga, en ekki má láta deigan síga né missa móðin því nóttin er ung. Þess í stað skal spretta á fætur og dansa. Bailando Bailando todo de la noche.
Rumpulýður gengur um stræti borgar vorar.
MAGELLAN VAR ÉTINN AF RUMPULÝÐ!!
Nú er okkur um og ó það er komið kaffi.
Ertu samt ekki bara öfundsjúkur af því að þú ert sköllóttur?
Maður spyr sig.
NEFNDIN

Komdu í Kántrýbæ

Hnossenada,
Nýtt nýtt komin með nýtt sturtuhengi, opið til skoðunar á fimmtudaginn frá þrjú til hálf fjegur. Einnig er kominn nýr vatnslás en hann má ekki skoða, hins vegar skal upplýst að hann er úr krómi. Allt þetta var keypt í Byko. Eldra nýtt er sófasettið okkar, gormasófasett með vatnsrúmseinkennum. Það er ekki tilbúið til sýningar að svo stöddu. Allt í drasli gengið Heiðar og Margrét koma hingað í bítið á morgun og mun Vala koma hingað um lágnættið og taka út staðinn. Væntum við þess að húsbónda heimilisins verði um og ó, þekkist gamalt boð og mæti í settið hjá Sirrý og verði hjá henni komandi miðvikudagskvöld klukkan níu.
Þess má svo geta að þessi pistill er lýsandi fyrir húmorinn á Kárastígnum þessa dagana, dæmi hann hver fyrir sig
NEFNDIN