Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, December 30, 2004

Gleðileg jól

Gleðileg jól gott fólk. Jólin hafa verið afar góð og mikið sofið, borðað og spilað.
Það er alveg frábært að vera í jólafríi en brátt tekur það enda, tæp vika eftir.
Þetta er allt svo helvíti fljótt að líða, ég er gersamlega búin að snúa sólarhringnum við og á mjög erfitt með að vakna fyirir fjögur á daginn, það getur ekki verið gott.
Í kvöld er svo kveðjupartý fyrir útvaldna hjá Lilju sem er að flytjast til Danmerkur og svo bjórflóð. Á morgun er svo mjög skemmtilegur dagur, gamlársdagur, gott sjónvarp, nægur matur, allir glaðir og skemmtannir. Ég er jafnvel að hugsa um að skella mér á ball með bjórbandinu ef fjárhagur leyfir. En allt kemur þetta í ljós á morgun.
Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir það liðna :)

Saturday, December 18, 2004

Jólafrí

Jæja gott fólk, nú er þessum prófum loks lokið, þau kláruðust á miðvikudaginn. Í tilefni þess var tekið vel á því í gærkveldi og var það bara hið ágætasta mál. Ég tók nú reyndar smá forskot á sæluna og fór á sálarball helgina fyrir eðlisfræðipróf, sem var nú kannski ekkert mjög sniðugt.
Á mánudaginn kemur svo í ljós hver uppskera erfiðisins verður. Á mánudaginn er svo jólaball skólans á nasa með pöpunum, finnst svoldið fyndið að fara á ball á mánudegi.

Nú sit ég hér í holu minni á Kárastíg og bíð þess óþreyjufull að hún Þórhildur mín komi heim, en það á einmitt að gerast einhverntíma seinni hluta kveldsins.

Monday, December 06, 2004

Nú er stærðfræðinni sem betur fer lokið á þessu ári (hjá mér en ekki munda). "Frí" á morgun, en ég gat ekki látið það vera að svala fróðleiksfýsn minni og las því líffræðibókina í dag. Ég mundi og biggi höfum setið inni á skrifstofu í allan dag þar sem mundi og biggi eru að læra undir ólesið stærðfræðipróf. Í allan dag höfum við setið sveitt við lærdóm þar sem ófyndnir stærðfræðibrandarar hljóma í takt við fallgrátur og inn á milli heyrist í einhverjum bölva stæðrfræðingum og stærðfræðikennurum í sand og ösku. Lífið er ekki einfalt, hvað er tölugildi? Hvernig getur xy verið talnatvennd þar sem x og y eru bókstafir? Það eina sem kætir hugan sem stendur, fyrir utan stærðfræðibrandara er að þegar manni er upp úr bók og á dagatalakertið sem brennur löturhægt og maður gerir sér grein fyrir að það er ekki svo mikið eftir.
Við erum komin í mongólítan :/

Sunday, December 05, 2004

Þú þarft alls ekki að hafa áhyggjur að þessu lidda mín. Þannig er mál með vexti að ég er flutt inn í herbergi til Guðmundar, vegna gestagangs á heimili voru. VIð tókum okkur til og þurkuðum af og þrifum allt hátt og látt, settum rúmin í vinkil og skrifborðið út á gólf. Fullkomin læruaðstaða og ágætis svefnaðstaða. Toppurinn á ísjakanum var svo diskókúlan í loftið. Eflaust á eitthvað svo eftir að bætast á veggina svona til skemmtunnar og hugarhvíldar.
Það hefur þó skapast eitt vandamál, við mundi litli erum nefnilega í prófum á sama tíma og þá eru aðrir heimilismenn í vinnu. Því er enginn heima til þess að tendra lítil kertaljós og sitja svo við þau og senda okkur góða strauma. Þór hefur þó sinnt þessu verkefni hingað til og gert það afbragðsvel. Ef einhver hefur lausan tíma milli 11:30 og 13:00 á virkum dögum þá væri gaman ef sá hinn sami gæti komið í kytru okkar og tendrað á 3-4 sprittkertum á lítilli undirskál.
Þessi helgi er nú senn á enda sem betur fer, eitt af tveimur skiptum á ári sem ég fæ að prófa helvíti, eins og ég ímynda mér það, svokallaðar stærðfræðihelgar.
Ég held að ég sé búin að tæma hugann núna og ætla að drífa mig í ból.
Nóttin