Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, December 05, 2004

Þú þarft alls ekki að hafa áhyggjur að þessu lidda mín. Þannig er mál með vexti að ég er flutt inn í herbergi til Guðmundar, vegna gestagangs á heimili voru. VIð tókum okkur til og þurkuðum af og þrifum allt hátt og látt, settum rúmin í vinkil og skrifborðið út á gólf. Fullkomin læruaðstaða og ágætis svefnaðstaða. Toppurinn á ísjakanum var svo diskókúlan í loftið. Eflaust á eitthvað svo eftir að bætast á veggina svona til skemmtunnar og hugarhvíldar.
Það hefur þó skapast eitt vandamál, við mundi litli erum nefnilega í prófum á sama tíma og þá eru aðrir heimilismenn í vinnu. Því er enginn heima til þess að tendra lítil kertaljós og sitja svo við þau og senda okkur góða strauma. Þór hefur þó sinnt þessu verkefni hingað til og gert það afbragðsvel. Ef einhver hefur lausan tíma milli 11:30 og 13:00 á virkum dögum þá væri gaman ef sá hinn sami gæti komið í kytru okkar og tendrað á 3-4 sprittkertum á lítilli undirskál.
Þessi helgi er nú senn á enda sem betur fer, eitt af tveimur skiptum á ári sem ég fæ að prófa helvíti, eins og ég ímynda mér það, svokallaðar stærðfræðihelgar.
Ég held að ég sé búin að tæma hugann núna og ætla að drífa mig í ból.
Nóttin

0 Comments:

Post a Comment

<< Home