Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Saturday, November 29, 2008

29 Nóvember

Ég var að koma af flugvellinum. Fylgdi Þórhildi þangað en nú er dvölin hennar hér í Belgíu búin. Ég fór til Brussel í gærkvöldi og við fórum niður í bæ í síðasta sinn. Við vorum svo heppnar að við lentum akkurat í kveikja-á-jólatré-athöfn á grote markt. Þeir voru að kveikja á ofsa fallegu jólatré og hafa örugglega fengið skreytingarstílin hjá Siggu moster, svona blátt og silfrað. Svo var rosa ljósashow og jólabásar þar sem boðið var upp á jólaglögg. Það sem mér fannst svo fyndnast var að þeir voru búnir að setja upp fjárhús með jötu á miðju torginu og þar höfðu þeir sett alvöru kindur.
Ég kom svo heim í dag og er komin í mjög mikið jólaskap. Ákvað að njóta þess að vera í fyrsta sinn ekki í prófum í desember og fór í göngutúr um miðbæ Leuven áðan. Nennti þó ekki að standa í innkaupum né búðarrápi þannig að ég rölti um með ljómandi góðan kaffibolla og skoðaði jólaskreytingarnar í gluggunum.
Það er nefninlega svoldið merkilegt að ég er búin að vera hér í næstum heila önn en bara einu sinni verið heima alla helgina. Það gerist líklega ekki aftur því ég er búin að plana ferðalög báðar helgarnar sem ég á eftir.
Ég er farin að hlakka rosa mikið til að koma heim um jólin en einnig með mikilli eftirsjá. Vil ekki að tíminn minn hér sé að verða búinn. Ég hef nefninlega ákveðið að vera á Íslandi næstu önn (er fórnarlamb kreppunnar). Ég kem þó aftur hingað í janúar til þess að taka próf.
Hafið þið það gott
p.s. ef ykkur vantar eitthvað frá útlandinu sem ekki er hægt að fá á Íslandi vegna innflutningstakmarkana, þá bara látið þið heyra í ykkur:)

4 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 10:19 PM, Blogger Tóta said…

    já mig vantar Trivial Pursuit..en helst á íslensku þó. Spurðumst fyrir í Eymundsson og fengum að vita að það væri til eitt spil í Vestmannaeyjum :( Siggi G staðfesti svo þann grun minn að Solgryn haframjöl er uppselt! En það verða jól fyrir því - hlakka til að fá þig heim, mússí múss.

     
  • Blogger Þórhildur Hagalín said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 9:57 AM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

      en það verða engar kókoskúlur án Solgryn haframjöls! takk enn og aftur elsku Hildur mín fyrir allan töskuburðinn á laugardaginn - tobi dáðist alveg af þér þegar hann klöngraðist með töskuna heim og fyllyrti að hún væri miklu meira en 23 kg - og alla samveruna síðustu vikur í Belgíu! hlakka til að sjá þig bráðum aftur :)

       
    • Blogger Ágústa said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 11:17 AM, Blogger Ágústa said…

        enn kósý hjá þér. nauðsynlegt að gefa sér tíma til að fá jól í augun í desember.

        Þú verður svo að fara að tjekka á flugi hingað til mín í janúar.

        Ég veit um fullt sem mig langar í frá íslandi og er tilbúin til að hefja viðskifti með appollo lakkrís og djúpur fyrir eins mikið af solgryn haframjöli og þið getið í ykkur troðið á klakanum.

         
      • Blogger Ágústa said...

        <$BlogItemCommentCount$> Comments:

        Post a Comment

        << Home