Loksins tími til að blogga.
Í gær var hurðin löguð þannig að nú þarf ég alltaf að taka upp lykil til að komast inn. Það er svosem ágætt, smá öryggi sem felst í því að geta læst húsinu. Í millitíðinni var þó öðru hjóli stolið en ekki er vitað um fleira sem var fengið að láni. Nú veit ég þó að Leuven er ansi örugg borg:)
Síðustu helgi fórum ég og Þórhildur í heimsókn til Ástu í Leiden. Leiden er mjög skemmtilegur staður og íbúðin hennar Ástu alveg einstaklega kósý. Ég og Þórhildur gerðum ferðina til Leiden að ævintýri með því að gera smá gloríur á leiðinni. Við fórum út á vitlausri lestarstöð í Antwerpen svo að við misstum af lestinni til Leiden. Það nýttum við okkur til að hafa matarstopp í Antwerpen á meðan við biðum eftir næstu lest. Þegar hún loks kom eftir fjörtíu mínúta seinkun stukkum við inn í hana án þess að athuga neitt frekar hvort hún stoppaði í Leiden. Raunin var sú að hún gerði það ekki. Við komum því við á Schiphol til þess að taka út jólaskreytingarnar þar. Þetta gekk þó allt saman upp á endanum og tókst okkur að koma okkur til Leiden. Helginni eyddum við svo í rólegheitum, fórum í marga drykki hér og þar og skoðuðum okkur um. Þórhildur og Ásta voru svo ansi myndalegar og dunduðu sér við hannyrðir yfir skemmtilegu spjalli heima hjá Ástu.
Á morgun er ég svo að fara til Brussel til Þórhildar og erum við að hugsa um að fara til Bruge á sunnudaginn. Þórhildur er svo búin að bjóða mér að koma í heimsókn í þingið og ætla ég að fara með henni í vinnuna á mánudagsmorguninn.
Það var ekki fleira að sinni
Kveðja til kreppulands
Kveðja til kreppulands
Hildur
5 Comments:
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 9:10 AM,
Tóta said…
Hvernig gekk eiginlega að syngja þjóðsönginn? þú hefur þá væntanlega verið búin að skála aðeins áður :) Þa ku vera fallegt í Bruge- góða skemmtun með Þórhildi í þinginu :)
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 12:32 PM,
Anonymous said…
Það hefði nú verið gaman að sjá þig syngja þjóðsönginn. Ég hefði þá kannski getað hefnt mín, hlegið af þér og látið mig hverfa. hehe.
Hafðu það gott. ;)
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 4:33 PM,
Ágústa said…
Alltaf jafnmikið stuð hjá þér!
Ég fattaði ekki að hringja á sunnudaginn ;(
Var ekki gaman í starfskynningu hjá Þórhildi?
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 11:02 AM,
Þórhildur Hagalín said…
thad var ofsa gaman ad hafa thig elsku Hildur! vona ad thér gangi betur ad komast til ástu fyrir jólin :)
<$BlogItemCommentCount$> Comments:
At 11:23 PM,
Anonymous said…
mundirðu allan textann í þjóðsöngnum eða bjóstu hann bara til? Þú hefðir nottlega bara geta sungið eitthvað lag -til dæmis allir krakkar- og þau hefðu ekki fattað neitt! En þetta hljómar annars eins og mjög skemmtilegur leikur - eitthvað sem við höfum á næsta ættarmóti...
Post a Comment
<< Home