Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Saturday, September 27, 2008

Halló

Ég hef heyrt að það sé búið að rigna ansi vel heima á Íslandi síðan ég fór. Í dag er alveg blár himinn í Leuven og 20 stiga hiti. Ég skal því reyna að senda ykkur smá sól:)

Þá er ég búin að vera í skólanum í eina viku. Ég þarf hvorki að taka kúrsa á flæmsku né heldur læra guðfræði.
Á mánudaginn var settur inn listi af enskum kúrsum sem ég get tekið og hef ég setið þá undanfarna viku. Þessir kúrsar eru að ég held allt masterskúrsar og virðast við fyrstu kynni vera nokkuð áhugaverðir. Ég skráði mig meira að segja í einn mannfræðikúrs.
Prófin eru svo ekki fyrr en í janúar svo að það verður að mestu bara greinar sem ég þarf að lesa á þessu ári.
Á morgun er svo fyrsti flæmskutíminn en ég er búin að skrá mig í flæmskunámskeið. Þetta er þó bara Hollenska sem ég læri því að flæmskan og hollenskan eru nánast eins, eini munurinn er framburðurinn. Flæmskan hljómar svoldið eins og sænska svona syngjandi hollenska.

Leuven er ekki stór borg, hún er að mestu leiti byggði í hring sem er aðeins tveir kílómetrar að þvermáli (eins og frá alpan og út í skóla). Hér eru allir á hjóli og má ég passa mig veruleg á því að ganga ekki alltaf í veg fyrir hjólandi vegfarendur. Mér stendur til boða að leigja mér hjól fyrir þennan vetur en veit ekki hvort ég þori því þar sem hér gilda sömu reglur um hjól og bíla. Bannað er að hjóla gegn einstefnu og þú þarft alltaf að stoppa á rauðu ljósi og virða forgang. Ég er ansi hrædd um að allir mínir peningar færu fljótt í sektir ef ég tæki upp á því að hjóla. Belgar eru með eindæmum sektarglaðir og hér eru löggur á vappi út um allt.

Félagslífið hér fer að mestu fram á virkum dögum, hér eru partý alla virka daga en um helgar fara allir til síns heima. Það er því minna að vera um um helgar. Í kvöld ætla ég þó að skella mér á tónleika með einni franskri stelpu sem ég hef kynnst. Veit ekki alveg hvers kyns þessir tónleikar eru en grunar að það sé einhverskonar electronic music því það virðist vera vinsælasta tónlistin hér. Það venst vonandi.

Annars ætla ég bara að biðla til allra þeirra sem taka þátt í íslensku efnahagslífi að fara að styrkja elsku litlu krónuna okkar. Þetta gengur ekki lengur.

Fyrsta heimsókn vetrarins er svo plönuð næstu helgi en þá ætlar Mundi litli frændi að heimsækja okkur Þórhildi. Ég hlakka mjög mikið til að fara til Brussel á föstudaginn og hitta hann. Það eru svo allir velkomnir að heimsækja mig. Pantið bara flug og látið mig vita:)

Þangað til næst

Sunday, September 21, 2008

Leuven

Jæja þá er ég komin til Leuven.



Loksins er ég komin á leiðarenda og sit núna heima hjá mér í herberginu mínu sem ég er búin að finna mér. Fyrstu dagarnir fóru í hlaup um alla Leuven til þess að skoða herbergi sem hugsanlega gætu orðið samastaður minn næstu mánuði. Ég sá ýmislegt á þessum dögum og komst af því að ég hef bara nokkuð háan skítastöðul, sem kom mér verulega á óvart:)



En leit þessi tók enda og ég er komin með herbergi sem er hreint og fínt. Ég leigi herbergi í íbúð með 6 öðrum. Þar af eru þrír belgar, einn spánverji, einn grikki og einn lithái. Ég deili eldhúsi, sturtu og klósetti með þessu fólki sem virðist við fyrstu kynni vera hið fínasta fólk. Ég hef hins vegar handlaug eða vask inni í herbergi útaf fyrir mig. Í gær fór ég svo aftur til Þórhildar og eyddi með henni laugardeginum og gisti þar. Í dag kom hún svo til mín til Leuven í heimsókn og til að taka út herbergið. Hún tók myndavélina sína með svo að ég gæti sýnt ykkur herbergið mitt:) Það verða eitthvað fáar myndir allavega fyrsta part dvalar mynnar hér þar sem myndavélin mín varð fyrir hnjaski í kveðjupartýinu og varð því að vera eftir á Íslandi.






Á þessum hlaupum mínum undanfarna daga hef ég einnig reynt að ná einhverjum af þeim fjölmörgu dagskrárliðum sem voru hluti af orientation dögunum eða kynningardögunum. Ég er búin að fara í göngutúra um Leuven og sitja nokkra fyrirlestra um hin ýmsustu mál sem gætu komið sér vel og farið í eitt nokkuð gott partý sem endaði niðrí bæ til klukkan fimm um morguninn. Á föstudagskvöldið fór ég svo í bíó með skiptistúdentunum hér og fengum við að sjá eitt stk. flæmska mynd sem ég man ekki hvað heitir en var mjög góð:)


Byrjunin hér í Belgíu hefur því lofað góðu og býst ég við því að þetta muni verða viðburðaríkt og skemmtilegt ár.





Að vera Íslendingur er ekki svo auðvelt. Ég er eini Íslendingurinn hér og nú þegar ég hef átt í fjöldanum öllum af small talk samræðum er ég að hugsa um að fara að kynna mig sem Breta.


Samræðurnar byrja oft á einhverju eins og hvað ertu að læra eða einhverju slíku. Svo kemur að því að fólk vill vita hvaðan þú ert. Ertu frá Bretlandi? Nei. Írlandi? Nei ég er frá Íslandi. Váá that's exotic! You wan't be going home every weekend. That's really far away. Þetta kemur jafnvel frá fólki sem kemur frá Ameríkunni. Mig er farið að langa að segja já, ég kom með geimflaug, Ísland er nefninlega á tunglinu. Nafnið mitt flækist líka virkilega fyrir fólki. Þetta fer þó að venjast:)





Á morgun er svo skólasetning eða welkome day með messu og alles:) Ég á líka ennþá eftir að skrá mig í kúrsa. Ég ætlaði að gera það í gær en þá sagði heimasíða skólans mér að allt bachelornám sé kennt á flæmsku nema guðfræði. Ég ætla að reyna að byðja þá um að hjálpa mér með þetta á morgun niðri í skóla og ef allt bregst verð ég bara að læra guðfræði. ´


Ég er líka komin með belgískt símanúmer sem er 032473398997

Þá held ég að það sé komið að sinni.


Kveðja frá Belgíu


Hildur:)