Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, March 20, 2006

sælir lesendur, þ.e.a.s. Þórhildur, ágústa, tóta og sigga moster, (ath. ekki mamma eða sigga nei sigga moster, þú ert ekki mosterið mitt!)
Við ætlum að efna til keppni. Hver getur bakað flestar pönsur og komið þeim til okkar fyrir föstudaginn og skúrað á meðan við borðum. Verðlaun í boði.
Verðlaunin eru sultutau sem er innligsa í ískápnum okkar, auk forlátrar fötu með apríkósumarmelaði. Við myndum baka pönsurnar sjálf en handþeytarinn finnst ekki þannig að þetta er eina leiðin til að fá pönsur. Auk þess er pönnsupannan okkar notuð í til annars brúks, lufsugerðar. Pönnsurnar hennar röggu moster, samt ekki mosterið hennar hildar (það er sigga moster) voru samt mjög góðar og lystugar að Hildar sögn.
Einnig viljum við nota tækifærið og skora á fólk í Buzz kepni, nema tótu og matta því þá taka þau buzz kannski með sér heim, eftir keppni. Í leiðinni mætti koma með mjólk til að hafa með pönsunum sem sá sem vinnur þá keppni kemur með.
Ef svo ólíklega vill til að einhver sem ekki hefur verið nefndur hér að ofan les þetta má hann líka vera með í keppnunum. Og kommenta, og kommenta, og kommenta. ´Já heyrirðu það MAMMA farðu nú að kommenta meira, á mig ekki bara Sigga moster e-ð að tuða í hildi. (Ágústa: Afhverju má ekki segja sigga frænka, bara sigga moster? Og hvað er svona merkilegt við að segja Júlli frændi?? (ath. tóta, tek upp hanskann fyrir þig, ég er nefnilega vinur litla mannsins.)en já Gústa nú þarf svör!!)
LÚLÚ TESI. kv. mundi og hildur.

Saturday, March 11, 2006

Myndir

Nú er ég á Eyrarbakka svo að ég get loksins hent inn myndunum sem ég lofaði fyrir löngu.
Fiðluballið var á fimmtudagin og var það bara stórskemmtilegt. Allir voða voða fínir og duglegir að dansa. Svo var gengið í kringum tjörnina og var ég næstum búin að missa allar tærnar í þeim hring. Við enduðum svo kvöldið á því að taka limma nokkur saman sem átti vel við og var góður endir á góðu kveldi. Sigga moster var svo séð að senda Munda í bæinn með myndavél og lánaði mér hana á ballið svo að ég set líka myndir af ballinu inn.
Annars er ekkert í fréttum svo þangað til næst
bless kex

Monday, March 06, 2006

Nýjungar

Nú er nóg komið að væli, hér set ég mörkin og ekkert væl meir. Dagurinn í dag hefur verið vægast sagt frábær til þessa. Mánudagur vei vei vei. Nú hefur vetur konungur tekið yfirráð yfir borginni okkar og vorið þurft að víkja. Hann gerði þetta vel og sendir á okkur rok og úrkomu í formi snjós og rigningu. Þvílík fjölbreytni og frábærlegheit. Hvað er betra en að koma hundblautur heim úr skólanum og jú ekki enn búið að taka til eftir partýið á laugardagiinn.

Nokkuð merkilegar nýjungar komu upp hér á laugardaginn. Nýr partýmatur sem er sérlega einfaldur og snirtilegur og næstum ekkert uppvask fylgir honumm. Einn galli er þó við þennan mat að hann er ekki girnilegur og þaðan af verra ekki góður. Nýjungin er semsagt fiskibollur í dós, borðaðar kaldar beint úr dós með gaffli. Skrýtð hvað fólki dettur í hug. Gaman samt þegar vondir hlutir eins og þessi matur getur valdið þvílíkri lukku. Allir voru glaðir og ánægðir og skapaðist góð stemmning í kringum dósina þar sem hver og einn fékk sinn gaffal

Thursday, March 02, 2006

Smá væl (erfitt líf)

Ég efast ekki um að allir hafi átt svona dag þar sem margir leiðinlegir hlutir hlaðast á og ekkert virðist ganga upp. Ég átti svoleiðis dag í dag.
Eftir langa og stranga dansæfingu fyrir fiðluball í gærkveldi (þar komst ég að því að fiðluballið verður flókið ball) kom ég heim og átti þá eftir að fínpússa tvo fyrirlestra. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að klára þá en þar sem HANDBÓK UM RITUN OG FRÁGANG ER TÝND þurfti ég að leggja lokahönd á þetta í dag.
Ég vaknaði því óvenju snemma í morgun eftir afar stuttan blund. Vansvefta skrölti ég í skólann klyfjuð töskum og var fremur kallt í borginni. Ég ákvað að klára þetta fyrir fyrsta tíma og fór því í tölvuverið (fékk handbók um ritun og frágang á íþöku). Í gamla skólanum mínum eru lélegar tölvur, það tók mig u.þ.b. korter að logga mig inn og kveikja á my computer og ég fékk engann stól í tölvuverinu. Ég rétt náði að gera heimildarskrá þegar hringt er inn í fyrsta tíma. Ansans vesen ég á að flytja fyrirlestur núna! Ég flýti mér að prenta eitt eintak og hleyp (enn klyfjuð töskum) inn í stofu. ÆÆÆ, tölvan í stofunni er biluð svo að ég get ekki sýnt powerpointshowið sem ég hafði eytt miklum tíma í kveldið áður. Fyrirlesturinn gekk að öðru leyti ágætlega.
Þá víkur sögunni að næsta leiðindaratburði. Leikfimiprófi, ætlast var til að ég gerði 40 armbeygjur á hnjánum. Ansans vesen ég get það bara ekki. Ég reyndi þó alveg þar til ég var komin með dofa í handleggi og olnbogar neituðu að beygjast, náði 36 armbeygjum. Eftir þessa þrekraun var ég aðframkomin og hafði íþróttakennarinn minn orð á því að aldrei fyrr hafi hún séð nokkurn svona illa leikinn eftir armbeygjupróf. Ég geri því ráð fyrir upphækkun fyrir viðleitni. Eftir þetta var það svo áfram baslið með heimildarskrá og útprentun seinni fyrirlesturins. Ekki ætlaði þetta að ganga klakklaust fyrir sig. Lömuð í höndum og með takmarkaða getu til öndunar fór ég í annað sinn í tölvuverið. Nú var prentarinn bilaður, ég þurfti því að fara upp marga marga stiga upp í þingholt að prenta. Það hófst að lokum. Skóladagurinn var ágætur eftir þetta. Heim kem ég svo eftir þennan erfiða dag og nei, ekki frí, líffræðipróf á morgun. Eftir að hafa setið lengi og lært ætlaði ég að hressa mig við og horfa á mr vinna í gettu betur. Það fór ekki vel, við töpuðum og aftur inn í herbergi, enn óhressari að læra kortlagningu heilans, hvar býr skynsemin í heilanum? Nú hef ég þó gefist upp viss um að það vanti nokkra hluta í heila minn. Ennþá vissari um að taugar þær sem eðlilegt fólk hefur í höndum eru verulega skaddaðar í mér.
Með dofnar hendur og olnboga sem aðeins beygjast í 30 gráður kveð ég að sinni og hlakka óstjórnlega til helgarinnar.
Efast um að nokkur maður hafi nennt að lesa þetta til enda. Ágústa hefur reynt að fá mig til þess að semja sögu, en í stað þess að gera það set ég hér inn sanna raunarsögu. Þetta er semsagt fyrir hana.