Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, February 20, 2006

Áskorun

Eiríkur már skoraði á okkur að telja upp ýmsa hluti sem við höfum gert um æfina. Hann gaf okkur reyndar þann kost að rífast um hvort okkar myndi gera þetta. Þar sem við höfum lifað afar líkum lífum ákváðum við bara að gera þetta í sameiningu. Svo:

4 STÖRF SEM VIÐ HÖFUM UNNIÐ UM ÆVINA:
hreppurinn
ísfold
skaftafell (ýmislegt)
póstmeistari (mundi)

4 BÍÓMYNDIR SEM VIÐ GÆTUM HORFT Á AFTUR OG AFTUR:
Djöflaeyjan
Guðföðurinn
Love Actually
Heimavideoið síðan 2. maí 1992

4 STAÐIR SEM VIÐ HÖFUM BÚIÐ Á:
Eyrarbakki
Reykjavík
Skaftafell
Ekki búið á fleiri stöðum

4 SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM OKKUR LÍKAR:

Friends
O.C
Kastljósið
Fréttir

4 STAÐIR SEM VIÐ HÖFUM HEIMSÓTT Í FRÍUM:
Danmörk
England
Krít
Hrífunes

4 SÍÐUR SEM VIÐ SKOÐUM DAGLEGA:
postur.mr.is
mbl.is
fotbolti.net (mundi)
leikur1.is

4 BÆKUR SEM VIÐ LESUM OFT:

Litli læknissonurinn
Chemestry the central science
Inquiry into life
Morkinskinna

4 STAÐIR SEM VIÐ VILDUM HELDUR VERA Á NÚNA:

Eyrarbakki
Kaupmannahöfn
Torino (vetrarólympíuleikarnir)
Í kaffi og meðþví við eldhúsborðið okkar

4 EINSTAKLINGAR SEM VIÐ SKORUM Á AÐ GERA ÞETTA:
Ágústa, Þórhildur, Óðinn og Pálmar

Wednesday, February 15, 2006

Ákvarðanir

Ég er nú farin að hallast að því að það að taka ákvörðun sé það erfiðasta í heimi (ef ekki geimi).
Ég hef nú ekki þurft að taka margar stórar ákvarðanir í lífinu en hef þurft að taka margar litlar. Þó hafa allar þessar stóru, eins og í hvaða skóla á að fara o.fl. slíkt verið mjög erfiðar og næstum ákvarðast af hlutkesti á elleftu stundu.
Nú er komið vorhlé, gaman af því, og ég komin í helgarfrí frá og með núna.
Vorhléi fylgir árshátíð og árshátíðardagur. Ég átti í miklum erfiðleikum með að ákveða hvað gera skyldi í fríi þessu. Coverband fyrir Bítlana sem heitir DET BETALES og kemur frá Norge leikur fyrir dansi sem hljómar mjög skemmtilega. Ég ákvað þó í dag að sleppa þessu og slappa af fram á föstudag. En nú er ég með nagandi samviskubit yfir því að ég gæti hugsanlega verið að missa af einhverju skemmtilegu....þetta er nú síðasta árshátíðin.
Þetta lýsir kannski erfiðleikum ákvarðanatöku.
Mín bíður nú enn erfiðari ákvörðun, hvað skal gera næsta haust? Ég hef ekki hugmynd hvað mig langar að gera, er að hugsa um að fara bara í HÍ til þess að gera eitthvað. En hvað mig langar að læra er enn mjög óljóst. Ákveður maður svona hluti með hlutkesti á elleftu stundu? Væri ekki bara best ef einhver myndi taka þetta að sér og segja mér hvað gera skal og ég skal næstum lofa að hlýða.

Síðustu helgi komu Rúnar og Ívar í orlof á Kárastíg og fannst mér það afar gaman. Við spiluðum mikið af BUZZ sem er uppáhlads núna, hann er fáránlega skemmtilegur :)
Við fórum einnig upp í hallgrímskirkjuturn. Ég fann fyrir þvílíkri ónotatilfinningu bara við það eitt að vita að ég væri svona hátt uppi sem er svolítið fáránlegt.
En þetta er svosem allt sem mér liggur á hjarta í bili svo:
Góða helgi gott fólk.

Wednesday, February 08, 2006

Lífið á Kára

Við erum soltin
Helga er oltin
Óskar er boltinn
Það sér yfir holtin

Hverjir eru bestir í faginu? Stuðmenn
Hverjir fara næstum aldrei út af laginu? Stuðmenn

Jæja nú skulum við hætta þessari vitleysu.
Við eigum samt engan mat :( Kjötfassið var ónýtt, annað skiptið í röð.
Hvað gerir maður þá?
Jú, maður fer upp í sveit á puttanum (eigum ekki bíl)
Nær sér í kind (eigum ekki kind)
Fer heim með kindina á puttanum
Slátrar kindinni með ikeahníf
býr til slátur úr kindinni
Setur slátrið í pott (eigum ekki lok)
Sýður í vatni
Búum til uppstúf (mylsna í smjörinu)
Setur mjólk í glös (eigum ekki mjólk)

Sem sagt, það eina sem við getum gert er að vaska upp eftir matinn (eigum bursta og þvottalög)

Wednesday, February 01, 2006

Gerum okkar besta...

Heil og sæl gott fólk.
Mikið var gaman að vera Íslendingur í gær. Ekki að það sé eitthvað sérstaklega slæmt í dag. En í gær var það betra. Við tókum Rússa og sýndum þeim hvar Davíð keypti ölið með mikilli gleði og ánægju. Ég kríaði meira að segja út frí í sálfræði til þess að sjá leikinn og var það vel þess virði. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og eiga þeir hrós skilið.
Í dag mættum við svo heimsmeisturum og ólympíumeisturum króötum. Þá fór gamanið aðeins að kárna en þeir stóðu sig með prýði strákarnir og sýndu að við eigum eitt af bestu handboltaliðum heims. Nú er bara að vona að allt fari á besta veg við vinnum norðmenn og aðrir leikir fari eins og við viljum og við förum í undanúrslit.

En alveg finst mér merkilegt hvað allir Íslendingar verða miklir Íslendingar þegar stórmót í handbolta standa yfir. Allir flykjast saman hvetja sína menn til dáða og eru vissir um að við séum bestir í heimi og getum allt.
Aftur á móti er líka merkilegt hvernig allir missa móðinn segja að strákarnir okkar séu ömurlegir og geti ekkert og að Íslendingar hafi aldrei getað neitt í íþróttum ef við töpum. Skrýtið hvernig einn bolti og smá net getur haft þessi áhrif á fólk.
Ég er þó engin undantekning og mun reyna að beita brellibrögðum til þess að fá að sjá leikinn við norðmenn þó svo að hann sé inn í miðri stundatöflu á morgun.

En þá af þorrablóti. Mikið var gaman og stóðu allir sig með stakri prýði sem fram komu á þessu blóti. Toppurinn var svo að Mundi litli sambýlismaður minn var valinn formaður næstu skemmtinefndar og ekki nóg með það heldur er Helga Þórey líka í nefndinni, þetta verður gaman að sjá.

Ég fékk eina myndavél til umráða síðustu viku og tók myndir af gestum og gangandi. Ég ætla því að reyna að henda hér inn nokkrum myndum, hef þó ekki þorrablótsmyndir eins og svo margir aðrir

Þangað til næst
Farvel