Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, December 18, 2008

18. Desember 2008



Nú er komið að síðasta blogginu mínu héðan frá Leuven í bili. Ef ég þekki mig rétt mun ég þó vera afar dugleg að blogga í prófunum eftir jól.

Ég ákvað síðasta mánudag að ég væri komin í jólafrí og hef því ekki litið í bók alla vikuna, bara verið leika mér og súpa ýmisst kaffi eða eitthvað sterkara með vinum mínum. Á mánudaginn var fór ég þó í lokapróf í flæmsku, munnlegt um morguninn og skriflegt um kvöldið, kemur í ljós á morgun hvernig fór.

Síðustu vikur er ég búin að þræða ansi marga jólamarkaði og bragða ansi margar tegundir af glujwijni eins og þeir kalla það hér, ansi hreint jóló þó ekki sé snjónum fyrir að fara.

Fór til Köln síðustu helgi í smá heimsókn, mjög jóló og ótrúlega mikið af fólki allsstaðar.

Á morgun er ég svo að fara að skauta í skautahöllinni og svo ætlum við að elda saman og fara svo út í síðasta skiptið.

Á laugardaginn fer ég svo til Leiden til Ástu, gisti hjá henni eina nótt og svo verðum við samfó til Íslands.

Hlakka ótrúlega mikið til að sjá ykkur öll.

Jólakveðja

-Hildur-

Tuesday, December 09, 2008

Jæja nú fer þessi dvöl mín hér senn á enda á bara eftir tæpar tvær vikur. Ennþá togast í mér bæði tilhlökkun og eftirsjá. Tilhlökkunin er þó orðin gífurlega mikil að koma heim og hitta alla og eiga quality time með öllum. Hlakka enstaklega til að fá góðan mat. Annars á ég eftir að gera alveg heilan helling. Ég á að halda fyrirlestur á fimmtudaginn, á eftir að skrifa eina analíseringu á european foreign policy og eina skýrslu um stöðuna í Kosovo.
Ég fékk prófatöfluna mína í gær og varð gífurlega stressuð, þurfti að fara í tvö próf 19 jan og svo síðasta 30. jan. Ég byrjaði næstum að naga neglurnar aftur. En ég fór í dag og breytti því. Ég talaði við ombudspersónuna mína og hún breytti því þannig að ég fer bara í eitt 19. jan og annað 22.jan. Ég bað hana líka um að flýta þessu 30.jan af því að ég þarf að koma heim fyrr þar sem önnin min byrjar 12.jan og síðasti prófadagur er 30. jan. Hún sagðist nú ekkert geta gert í því þar sem ég hafði vitað þetta allan tímann. Ég spilaði því fram sympathy cardinu og sagði að ég hafði ekki vitað það þar sem ég þyrfti að koma heim vegna efnahagskreppunnar. Hún vorkenndi mér voða voða mikið og talaði við prófessorinn og ég og prófessorinn ætlum að aransera þessu þannig að ég fæ að taka munlegt próf fyrr.
Síðustu helgi var ég í jólaglöggi sem smakkaðist ótrúlega vel. Svona jólaglögg er þó stórhættulegt, soðið rauðvín með rommi kostar daginn eftir rúmliggjandi með dúndrandi höfuðverk. En þetta var rosa skemmtilegt kvöld fyrir því.
Næstu helgi er svo international christmas party og á laugardaginn ætla ég að fara til Köln á jólamarkað (held ég láti jólaglöggið vera í það skipti).
Því þarf ég að fara að koma mér að verki núna.
Sjáumst eftir tæpar tvær vikur
Yfir og Út
Hildur