Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, October 31, 2005

Geðveiki?

Það er nú svo skrýtið hvað manni getur dreymt og langar mig að deila hér með ykkur einum draumi.
Mig dreymdi um daginn að fjölskylda mín í móðurætt væri að halda ættarmót. Allir í fjölskyldunni áttu að koma nema ég. Ég mátti koma með því skilyrði að ég myndi klippa af mér alla puttana. Alla nóttina vorum svo ég og pabbi að hjálpast af við að skera af mér fingurnar með bitlausum hníf. Skrýtið
Benda má á það að sagt er að dreymi menn að þeir missi litla fingur eru þeir ættarskömm!

En nú verða allir eflaust glaðir. Ég er búin að klóra mig fram úr því hvernig í ósköpunum ég geti sett upp myndasíðu og nú er hún tilbúin.
Þessar fyrstu myndir eru svona familíumyndir af háeyrarvöllum og kárastígnum og myndir af þórhildi og guðmundi að spóka sig í útlöndum en kíkið endilega á
Bless Kex

Thursday, October 20, 2005

Kvenlegt

Nei, þetta gengur ekki, rakst á vísun í þetta blog á einhverri síðu þar sem hildur var ein titluð fyrir síðunni, sem er ekki gott. Það á reyndar alveg rétt á sér en hvað um það. Það kallar nú á smá jafnréttis raus, ég hlít að vera þolandi í þetta skiptið, ekki oft sem ég, sem og aðrir karlmenn fá það hlutskipti. Horfði á Sirrý á skjánum í gær, ekki gaman frá því að segja en Biggi var með svo það slapp(nei annars). Þar var ég titlaður sem gerandi, þ.e.a.s. það er, að hluta til, mér að kenna að unglings stúlkur borgi fyrir allan fjandan með kynlífi. Nú kom ég alveg að fjöllum, og var ekki alveg til í að gúddera þetta. Þarna voru einhverjar kerlingar að segja að vegna þess hvað ég og aðrir strákar af "minni" kynslóð værum, vegna Ron og Rocco, illa þenkjandi varðandi kynlíf og að skyldum ekki lengur út á hvað kynlíf gengi(sjit). Er það mér að kenna að 12-14 ára stelpur í rvk, og annarsstaðar beiti kynlífi til að komast í partý og aðra gleði hjá sér eldri mönnum? Var þeim aldrei kennt að segja nei, og fara bara með jafnöldurnum í tónabæ, eða útifyllerí eða eitthvað? Er það ekki svo að Ron og Rocco og fleiri eru til staðar í íslenskum verslunum og vídjóleigum? Stórlega dreg ég í efa að fólk á mínum aldri reki vídjóleigur... og eftir því sem ég best veit eru Larry, Hugh, Rocco, Ron og alli þessir gæjar ekki á mínum aldri. Jájá, ég veit að vinkonurnar sem allt vita sem voru hjá Sirrý voru ekki að tala til mín og Bigga en samt, ég er karl ég er á þessum aldri og væri ég þá partur af þessum hóp ef ég væri ekki saklaus drengur ú sjávarþorpi utan af landi heldur úr 105, maður spyr sig? Ég veit vel að þetta er hundleiðinlegt allt of langt nöldur um ekki neitt en þar sem ég finn ekki fokkíngs jöfnuritilinn í tölvunni hennar Hildar (ástæðan fyrir litlum skrifum mínum hér)nöldra ég frekar pirraður því ég get ekki klárað eðlisfræðiskýrsluna mína. En hvað um það... þar til næst (1500 á að það verði í janúar 2006)
Hann snerti bútinn
Mundi

Svolítið pirruð

Sorry, ágú og tóta, en biðin er af hinu góða. Þið trúið þessu kannski ekki en við erum að reyna að búa til myndasíðu svo að húseigendur fái enn betri mynd af því sem gerist á heimili voru.
Ég var að komast að því fyrir skemmstu að ég klára jólaprófin 13. des og hef ég aldrei áður klárað svona snemma. Húrra.

Að lokum koma svo smá hugleiðingar.
Hvers vegna í ósköpunum er fólk á tvítugsaldri látið vera í leikfimi? Skipað að hlaupa hring í kringum tjörnina, látið hoppa og skoppa tvisvar í viku. Um þessar mundir eru íþróttapróf í gangi í skólanum. Við þurfum að fara í kollhnísa, tvo, handahlaup, standa á haus og fleira fáránlegt. Hvenær á þetta eftir að koma að notum, afhverju þarf ég að geta staðið á haus til að fá stúdentspróf? Algjörlega fáránlegt. Ég varla held jafnvægi standandi á jafnsléttu á báðum fótum hvað þá á haus. Hvenær gæti það nýst mér að geta farið í kollhnís?

Kveð í kútinn
Hildur

Wednesday, October 05, 2005

Hugleiðingar

Þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en eftir hálftíma hef ég ákveðið að rausa svoldið.

Undafarna mánuði hef ég mikið verið að velta fyrir mér, og marga spurt, hvernig í ósköpunum ruslafólk kemst að ruslinu þegar það er læst inn í ruslageymslu.
Hugmyndir hafa komið upp um að þeir séu með lykla eða þá að einhver hleypti þeim inn á ákveðnum tíma á ákveðnum dögum. Á mörgum stöðum gengur sami lykill að íbúð og ruslageymslu og fannst mér það því ótrúlegt, líka finnst mér asnalegt að ruslaþjónusta Reykjavíkur sé með milljón lykla á kippunni sinni. Þar sem ég hef aldrei þurft að hleypa þessu fólki inn fannst mér síðari möguleikinn einnig afar ósennilegur.
Þessi hugsun ásótti mig mjög mikið um tíma en hún hafði svo vikið frá fyrir öðrum mikilvægum.Hún skaut svo aftur upp kollinum um daginn og viti menn ég fékk svar.
Þeir eru með milljón lykla, skrýtið.

En annað er það sem sækir á huga minn þessa daganna og ég hef ekki enn fengið svar við. Það er hvernig í ósköpunum er korktappa, sem er svona breiðari að neðan og með n.k. kúluhaus, eins og t.d. á kampavínsflöskum, komið á flöskuna??

Endilega komið með hugmyndir svo að ég geti farið að hugsa um eitthvað gagnlegra.
Minni líka á að nafnasamkeppnin er ennþá í gangi.
Bless kex

Monday, October 03, 2005

EFTIRSPURN

LÝST ER EFTIR KOSNINGADJAMMI LAUGARDAGINN NÆSTKOMANDI (þó svo að ekki sé um merkilegar kosningar að ræða)

HILDUR OG BIGGI

Samkeppni

Mundi er ekki ennþá búinn að bregðast við klukkinu, alveg hreint ótrúlegt.
En þar sem leigusalar okkar eru nú þegar eða um það bil að stinga af til útlanda, mun þessi síða þjóna þeim tilgangi auk annarra að leyfa þeim að fylgjast með sorg og sút jafnt sem gleði og kátínu á Kárastígnum og vona ég að meira fari fyrir því síðarnefnda. Titill þessarar síðu á því ekki lengur við þar sem við höfum sloppið úr þrælahaldi. Við munum því nú efna til nafnasamkeppni, þið eigið möguleika á því að koma með tillögur í kommentum. Við vonumst til þess að þáttaka í samkeppni þessarri verði góð.
Hingað til hefur allt gengið vel, fyrir utan það að ekki er búið að vaska upp síðan við vorum yfirgefin og einungis hefur verið borðuð pizza á heimili þessu og ískápsinnihaldið er ekki upp á marga fiska.
En jæja jæja nú er nóg komið af þessu og ég ætla að fara að læra undir jarðfræðipróf :(
Sæl að sinni