Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, September 30, 2004

Hef svosem ekkert að segja, ætla bara svona að koma því að, við erum komin með flottasta baðherbergisglugga á öllu höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.

Svo er það líka frábært að það skuli vera föstudagur á morgun og nú eru innan við tvær vikur í árshátíð :)

Wednesday, September 29, 2004

Nú er illt í efni

Ekkert hefur hlýnað á Kárastígnum og allt lítur út fyrir að það muni kólna.
Er við komum heim úr þeim lærða, stóð lopahúfumaðurinn á tröppunum og spurði góðlátlega hvort hann fengi að kíkja í risið. Er hann kom upp fór hann rakleiðis inn á bað. Okkur datt helst í hug að manninum hafi orðið brátt í brók en það mun hafa verið misskilningur. Hann fór þegar að kynna fyrir okkur áætlun sína. Áætlun hans var sú að gera baðherbergi vort ónothæft næstu daga. Hann ætlar að stækka gluggaopið svo að hægt verði að taka loftmyndir beint inn á bað hjá okkur. Við fórum í það að tæma baðherbergi vort, og nú mun eigi vera hægt að borða kvöldmat á heimili þessu þar sem ekki sést í borðplötuna á matarverðarborðinu fyrir snyrtivörum.
En víkjum nú að öðru, Hildur hefur náð heilsu og LIVERPOOL TAPAÐI Í GÆR!!
Svo er gott að geta þess að United vann í gær og Rooney með þrennu.
kv. Mundi

Tuesday, September 28, 2004

Lasin

Ég er pínu lasin núna, eða laaazin eins og gústa myndi segja það. Ég er búina að vera heima í dag og í gær, leiðinlegt. Ég held að þetta sé vegna þess að það er alltaf frekar kalt í hýbílum mínum. Það hafa nefninlega verið settar reglur um að ekki megi byrja að kynda fyrr en 15. oktober. Mikið hlakka ég til.
Annars er voða lítið búið að gerast.
Síðasta föstudag fór ég út að borða með fjölskyldunni. Frábær matur og allt mjög fínt, fór svo aðeins á Kaffibarinn með frænkum mínum og félögum, alveg ágætt.
Næstu helgi ætla ég svo að bregða mér svoldið langt austur. Ég ætla að fara alla leið á Skóga á kaffi norden. Þetta er svona e.k. hittingur hjá fólki í norrænafélaginu og munu fullt af útlendingum vera viðstaddir.

Tuesday, September 21, 2004

Vetur

Nú er sko komin vetur, það er brjálað rok úti og gífurlega kalt.
Þegar maður er farin að vakna upp með brjálað kvef og skítkalt á hverjum morgni hugsandi um það hversu gott væri að vera ellilífeyrisþegi þá er komin vetur.
Ég ákvað meira að segja að vera góð við mig og taka mér frí í útileikfimi í morgun vegna kvefs og hálsbólgu.
Nú hafa heimilisplön breyst eina ferðina enn. Tóta og Matti flytja ekki út fyrr en í nóvember þannig að við sitjum uppi með þau þangað til, gústa litla kemur svo heim fljótlega eftir það svo að við verðum lítið sem ekkert tvö hér.
Annars er bara allt gott að frétta og ég hef voða lítið að segja. Bara að blogga svo að ekki verði hægt að saka mig um bloggleti. Verður kannski e-ð merkilegra næst.

Wednesday, September 15, 2004

Bjartir tímar

Nú eru bjartir tímar framundan. Ég og mundi erum komin með vinnu, ótrúlegt. Við fengum vinnu við að hringja út og selja hjá Og Vodafone. Við prófuðum í gær, og gekk bara stórvel. Kannski var velgengni mín undir því komin að ég gerði ekki neitt.Ég sat á launum og horfði og hlustaði á fólk tala í síman. Fæ samt kannski að hringja næst. Þetta mun líklega binda enda á kreppu sem átt hefur sér stað í lífi mínu svo lengi sem ég man.
Annars er dagurinn í dag merkisdagur. Í dag hætti Davíð Oddson að vera forsetisráðherra okkar og í stað hans kemur hann Halldór. Ágætisskipti að ég held.
Davíð hefur staðið sig með afburðum vel og gert ófáa hluti fyrir land vort og þjóð. Halldór mun svo eflaust leggja sitt að mörkum til þess að gera enn betur.

Monday, September 13, 2004

Mánudagar :(

Andskotinn,afhverju þurfa mánudagar að vera á almanakinu.
Mánudagar eru bara ömurlegir dagar. Maður er alltaf þreyttur, oftar en ekki ólærður og langt í frí. Hægt væri að gera mánudaga skárri með betri stundatöflu en nei það var ekki gert, ég er í ömurlegum tímum og langur skóladagur. Við þennan mánudag bætist svo við að ég þarf og ætti að vera að læra undir stærðfræðipróf.
Það er næstum því alltaf kalt eða rigning á mánudögum. Mánudagar eru svo tilgangslausir og ömurlegir að lengi vel kom morgunblaðið ekki einu sinni út á mánudögum.
Ef einhver getur komið með eitthvað jákvætt við mánudaga, og reynt að sjá einhvern ljósan blett við þá, þá endilega deildu því með mér!

Síðasta fimmtudag fór ég á busaball og hélt partý fyrir það sem var bæði fjölmennt og góðmennt. Um helgina skellti ég mér svo austur fyrir fjall og sótti tvö stórskemmtileg böll. Einhvers staða á öllu þessu flakki varð ég viðskila við rödd mína og bið ég finnanda vinsamlegast um að skila henni, gæti jafnvel fengið fundarlaun.

Ég held að hann sé brjálaður þessi lopahúfumaður. Hann er hættur að spígspora fyrir utan gluggana og farinn að vera með ógnarlæti. Hann er byrjaður að rífa ofan af okkur þakið og ég held að hann ætli sér einnig að taka alla glugga úr kofanum.
En þetta blessast allt því í staðinn fáum við svona timbursvalir allt í kringum kofann.
En nú ætla ég að fara að huga að stærðfræði
Og láta mig hlakka til þriðjudagsins :)

Wednesday, September 08, 2004

Eftirlit

Jahérna hér nú er ég aldeilis yfir mig bit, ég bý á þriðju hæð og í allan dag hefur maður einn með rauðan skegghýung og lopahúfu verið að spígspora hér rétt fyrir utan alla glugga og fylgjast með mér. Þetta bindur enda á alla mína striplingsdaga og það var ekki laust við að ég færi hjá mér á dansparti dagsins.
Nú verð ég því að nýta tímann milli sex á kveldin og níu á morgnanna til þess að striplast, dansa og gera alls kyns. Í ljósi þess að klukkan er orðinn sex og lopahúfumaðurinn farin heim ætla ég að taka á honum stóra mínum og dansa fram undir morgun.
Kv. mundi

Monday, September 06, 2004

betrumbætur

Þar sem margir hafa skipt um blogg skil ekki afhverju, ákvað ég að reyna að endurnýja eitthvað af linkunum. Í leiðinni bætti ég nokkrum nýjum inn. Ég kann samt ekki betur á þetta en svo að þetta er svona asnalegt. Það verður bara að vera svona

Sunday, September 05, 2004

Þá er komið að breytingum. Í allt sumar höfum við mundi klórað okkur í hausnum og hugsað um hvernig í ósköpunum okkur ætti að takast það að hýrast saman í einu herbergi í allan vetur. Við komumst þó að því að þetta ætti að vera hægt og búin að skipuleggja allt voðalega vel. En nú koma fréttirnar, þetta var tilgangslaust. Svo vill nefninlega til að það ætla bara allir að yfirgefa okkur. Þannig er mál með vexti að eins og flestir líklega vita þá hafa Tóta og Matti fjárfest í íbúð í grafarholtinu og munu þau flytjast þangað í byrjun oktober. Þórhildur hefur svo ákveðið að fara til Berlinar og Ágústa mun dveljast langdvölum í borgarfirðinum.
Í vetur munum ég og mundi semsagt vera meira og minna tvö í þessari villu hér í miðbænum bæði með sérherbergi og eitt svona næstum auka.
Þetta aukaherbergi, (svona meðan Ágú gengur um fjöll í borgarfirðinum)hefðum við hugsað okkur að gera að bókaherbergi þar sem einnig má geyma strauborð og saumavél og kannski lítið sjónvarpshol einnig. En án efa á eftir að verða einmannalegt hér.
Planið er samt að endurvekja Holtsgötufílingin.
En annars er voða lítið að frétta, helgin var róleg með eindæmum bara heima að horfa á ofurlélega dagskrá rúv og skjás eins.