Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, August 05, 2008

Sumartíð

Nú eru rúmir fjórir mánuðir frá síðasta bloggi. Margt hefur gerst síðan þá og sumarið senn á enda. Ég hef verið að vinna í þjóðskrá í sumar og mundi hefur verið mest á hrauninu:)
Sumarið hefur verið afar skemmtilegt. Snemma í sumar fór ég í útskrift til Ásu og skemmti mér þar konunglega.

Svo fór ég líka í útilegu með Ágústu, Tótu, Chris, Matta og Bigga á Snæfellsnesið í júní.

Svo voru fastir liðir eins og jónsmessa.

Fyrstu helgina í júlí var svo farið á goslok í Vestmanneyjum með góðum hópi fólks

Enn var svo farið af stað í endann júlí og var ferðinni þá heitið á Seljalandsfoss með stórskemmtilegu fólki.

Ég ætla mér svo að flytja tímabundið út fyrir landssteinana í haust. Þann 15. sept mun ég fara til Leuven í Belgíu og stúdera þar í eitt ár eða svo. Ég ætla að reyna að nota þessa síðu til þess að flytja fréttir þaðan. Vonandi mun Mundi þá verða duglegur við að flytja fréttir af fróni næsta vetur.
Kveð að sinni
Hildur