Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, July 04, 2006

Afsakið biðina

Það er óhætt að segja að það er skömm af því hversu langt hlé hefur orðið á þessu bloggi, það gerist ekki aftur.
Í dag gefst þó kjörið tækifæri til þess að blogga, ég hætti fyrr í vinnu vegna veðurs, blaut í gegn, með naglakul ætla ég því að reyna að setja ykkur inn í það sem gerst hefur síðustu vikur.
Ég útskrifaðist og fékk rosa fína veislu og fullt af frábærum gjöfum, takk fyrir mig. Ég fór til útlanda að sækja hana Gússu systur heim og taka hana heim. Þetta var prýðisvika með sólskini og frábært upplifelsi.
Sumarið er svo byrjað, samt varla, það er alltaf rigning sem er mjög pirr. Ég er byrjuð að vinna úti og þá er og rokið ennþá meira pirrandi.
Ég er líka búin að skrá mig í stjórnmálafræði í HÍ í haust og hlakka rosa mikið til þess að flytja aftur á Kárastíginn minn og byrja í skólanum, get varla beðið.
Það hefur nú eflaust eitthvað fleira gerst sem gleymist bara í augnablikinu, rifjast kannski upp síðar.
Annars á ég nokkrar myndir frá veislum og útlöndum sem enn eiga eftir að komast á netið en við skulum bíða eftir næsta rigningardegi með það
þangað til hafið það gott