Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, April 18, 2007

18.apríl 2007

Ansi langt síðan síðast.

Ég var á landsfundi sjálfstæðisflokksins síðustu helgi, þetta var ansi fróðleg og með eindæmum skemmtileg helgi. Allt heppnaðist frábærlega. Við vorum í barnagæslu sem gekk líka nokkuð vel. Vonandi á ég nú eftir að fara á marga landsfundi eftir þetta. Var reyndar svoldið þreytt á mánudeginum.

Ég er svo búin að ná mér í skæða kvefpest, sem varð þess valdandi að rödd mín er nú búin að vera frá frá því á föstudag, heyri bara hálfa heyrn og þar fram eftir götunum. Valdi mér mjög góðan tíma fyrir þetta þar sem að þessi vika er vika lokaverkefnanna, ritgerðir og hlutapróf fyrir hin eiginlegu próf. Góð tímasetning það. Annars var síðasti skóladagurinn í dag og ég þar með komin í upplestrarfrí. Klára svo próf 14. mai.
Mundi er byrjaður í stúdentsprófum, fór í lögfræðipróf í dag og gekk bara nokkuð vel. Hann dimmiterar svo á miðvikudaginn, fer í nokkur próf og verður svo fullorðinn þegar hann útskrifast 1. júní. Óskar er held ég bara alltaf í vinnunni.
Ég og Mundi sjáum fram á það að vera atvinnulaus í sumar. Þá er bara spurning um að taka lán hjá bönkunum upp á nokkrar millur og skella sér út í heim, það væri nú ekki leiðinlegt

Annars er allt gott að frétta héðan, ég og óskar fórum og fylgdumst með brunanum í austurstræti í dag. Svakalegur bruni og mjög sorglegt að sjá. Óskar felldi jafnvel nokkur tár þegar það rann upp fyrir honum að hann ætti ekki eftir að djamma á Pravda á næstunni. Við vonum þó að uppbyggingin eigi eftir að ganga fljótt og vel.

Gleðilegt Sumar
Krakkaskítarnir á Kára