Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, April 28, 2005

Mundi óttasleginn

Nú er prófalestur hafinn, síðasti kennsludagur á morgun og próftafla tekur við á laugardaginn.
Við Mundi litli erum bara tvö í koti voru um þessar mundir sökum þess að hún Gústa skrapp á Ólafsfjörð að skrá fornleifar.
Við fengum þó einn gest í dag í eldhúsið sem olli því að Mundi flúði inn í stofu.
Ég var fjarri heimahögum þegar sá gestur kom í hús. Ég var í erindagjörðum með Bigga, Mundi hringdi voða stúrinn og spurði hvar við værum og hvort við værum ekki að fara að koma heim. Þegar við svo loks komum heim sat Mundi inn í stofu mjög óttasleginn og bað mið vinsamlegast að fara inn í eldhús og fjarlægja eina flugu sem hafði komið sér fyrir á gluggasillunni. Enginn var þó flugan og ætla ég að hún hafi verið jafnskelfd við að sjá Munda og Mundi við að sjá hana og flogið út.
Mikið kættist ég þó yfir því að hugsa um það að Guðmundur sé hræddur við flugur, ótrúlegt alveg. En allir hafa sinn djöful að draga og ætli hugleysi sé djöfull Guðmundar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home