Af stígnum hans Kára er allt gott að frétta.
Nú er framkvæmdunum lokið og eldhúsið orðið rosa fínt, búið að mála og leggja flísar á gólf. Splæst var í nýtt eldhúsborð og er nú morgunverðarhlaðborð á hverjum degi og meira að segja miðdegiskaffi ef vel liggur á fólki. Þeir sem ekki hafa séð þetta eldhús sem er vel Völu Matt bjóðandi verða nú að fara að bæta úr því :)
Þeir sem lagt hafa leið sína á Kárastíg á undanförnu misseri hafa af öllum líkindum orðið varir við það að dyrabjalla vor virkar ekki sem skyldi. Reynt hefur verið að ráða fram úr þessum vanda og fagmaður fenginn í verkið.
Fagmaður þessi kom hér á miðvikudagskveldið og beytti öllum sínum ráðum, hann kláraði ekki verkið og ákvað að koma aftur síðar. Það undarlega við þetta var að hann fiktaði eitthvað í rafmagninu með þeim afleiðingum að sjónvarpið datt út. Hafði þetta hræðilegar afleiðingar þar sem allt heimilisfólk hafði safnast fyrir saman sjónvarpið og var í miðjum æsispenandi queer eye þætti. Ótrúlegt að dyrabjallan og sjónvarpið tengist.
En nú líður að vori og ekki langt í páskafrí sem býður upp á fjöldan allan af nýjum ævintýrum og skemmtilegum atburðum. Prófataflan er komin upp og byrjum við í prófum þann 30. apríl en það vill svo ótrúlega til að það mun vera laugardagur.
Hvar er stéttarfélag nemenda sem sér um að ekki verði brotið á þeim. Laugardagar eiga að vera frídagar og er það ekkert annað en hneysa að hafa próf á laugardegi. Hvað ef ég væri aðventisti sem ekki mætti taka próf á laugardegi?
Nú er framkvæmdunum lokið og eldhúsið orðið rosa fínt, búið að mála og leggja flísar á gólf. Splæst var í nýtt eldhúsborð og er nú morgunverðarhlaðborð á hverjum degi og meira að segja miðdegiskaffi ef vel liggur á fólki. Þeir sem ekki hafa séð þetta eldhús sem er vel Völu Matt bjóðandi verða nú að fara að bæta úr því :)
Þeir sem lagt hafa leið sína á Kárastíg á undanförnu misseri hafa af öllum líkindum orðið varir við það að dyrabjalla vor virkar ekki sem skyldi. Reynt hefur verið að ráða fram úr þessum vanda og fagmaður fenginn í verkið.
Fagmaður þessi kom hér á miðvikudagskveldið og beytti öllum sínum ráðum, hann kláraði ekki verkið og ákvað að koma aftur síðar. Það undarlega við þetta var að hann fiktaði eitthvað í rafmagninu með þeim afleiðingum að sjónvarpið datt út. Hafði þetta hræðilegar afleiðingar þar sem allt heimilisfólk hafði safnast fyrir saman sjónvarpið og var í miðjum æsispenandi queer eye þætti. Ótrúlegt að dyrabjallan og sjónvarpið tengist.
En nú líður að vori og ekki langt í páskafrí sem býður upp á fjöldan allan af nýjum ævintýrum og skemmtilegum atburðum. Prófataflan er komin upp og byrjum við í prófum þann 30. apríl en það vill svo ótrúlega til að það mun vera laugardagur.
Hvar er stéttarfélag nemenda sem sér um að ekki verði brotið á þeim. Laugardagar eiga að vera frídagar og er það ekkert annað en hneysa að hafa próf á laugardegi. Hvað ef ég væri aðventisti sem ekki mætti taka próf á laugardegi?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home