Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, February 04, 2005

Hið ótrúlega gerist enn!!

Jæja komið´öll blessuð og sæl; smá Jón ársæll.
En allavega nú ætla ég að koma Hildi og sjálfsagt flestum öðrum á óvart með því að blogga sjálfur og ótilneyddur í þokkabót.
Já, danska féll niður svo ég fékk extra 45 mínútur í í helgarfrí sem er gott, hildur slapp líka fyrr en þó á eftir mér, hún er á leið heim. Þetta er reyndar bara eitthvað hjal sem enginn nennir að lesa.
En ég veit ekki hvort ég nenni að skrifa eitthvað um þetta þorrablót, bæði því ég er orðin sá seinasti til þess og að mínar heimildir um það eru kannski ekki þær bestu, en duga þó.
Manchester heldur þessu áfram, flengiir Arsenal, og Liverpool vinnur Charlton, það er allt í gangi þessa vikuna, einn tveir og bingó maradonna.
En svona í alvöru hvað heldur Bill Gates eiginlega að hann sé, ég komst bara að því áðan að það er bara búið að henda mér útaf msn og hotmail, sjálfsagt átti ég bara svona marga vini, annað getur eiginlega ekki verið. En ég gekk síðan bara í málið og bjargaði hlutunum. Og svo hann Billi geti ekki reynt eitthvað svona og sagt að ég noti msnið of lítið þá hef ég ákveðið að hafa viðtalstíma á msn milli 09:40 og 11:02 alla föstudaga, og endilaga sendið mér eitthvað á hotmailið mitt fæ ekkert þangað nema frá einhverri voðalega einmanna olgu sem býr í moskvu en neitar að tala við mig nema að ég segi henni vísa-kortanúmeriðmitt, sem er afar erfitt því ég á ekki vísakort, ég sver það olga! En bakkinn kallar og aldrei að vit nema að maður fara að gera þetta oftar.
Birt með fyrirvara um stafsetningarvillur.
kveðja, Mundi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home