Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, May 10, 2004

Merkispóstur

Mér hefur borist einn póstur. Í þeim pósti er mér gert að mæta til vinnu á Álandseyjum þann 1. júní, sem er eftir u.þ.b. 20 daga. Ég skil þetta bréf ekki fullkomlega þar sem það er ritað á sænsku. En mér skilst að síðasti vinnudagur minn verði 31.júlí.
Þetta þýðir að ég mun missa af svo gott sem öllu sem gerist á Íslandi í sumar. En ég mun vonandi fá e-ð í staðinn.
Ég veit þó ekki alveg hvort að þetta geti orðið að veruleika vegna þess að endurtökuprófin eru ekki fyrr en 7. júní og ef svo illa skyldi fara að ég myndi falla í einhverju myndi það þýða að ég yrði að vera á landinu meðan þau ganga yfir.
Ég mun heldur ekki ná að hitta hana Þórhildi fyrr en einhverntíma í Ágúst þar sem við mundum fara á mis.
Þrátt fyrir það ætla ég mér að ná öllum þessum helv... prófum og skunda mér í útlandið eftir nokkra daga. Svo að nú er mér ekki lengur til setunar boðið og farin að læra undir stærðfræðipróf.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home