Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, May 09, 2004

Mæja og Villi

Við fengum einn gest hingað á Kárastíginn á föstudaginn. Hún Mæja býfluga kíkti í heimsókn, hún er riiisastór, stærri en þumalputtinn á mér. Hún kom inn um eldhúsgluggann. Mér finnst hreint magnað hvað ég og ágú erum rosalega hugrakkar. Ég sat inni í herbergi (að læra stærðfræði) þá kom Ágú hlaupandi á fullu spani með glas í hendinni og skelfingarsvip á fési. Hún hafði gert heiðarlega tilraun til þess að fanga þennan gest í eitt glas en var svo brugðið að hún flúði til mín og til þess að jafna sig. Þá fór ég, aðalflugnaveiðarinn (ágú og ég erum nú atvinnuflugnaveiðarar), inn í eldhús og fangaði Mæju. Hún var svoldið svekt en sætti sig við þetta og ákvað að bíða eftir hjálp. Ég komst nú að ansi merkilegum hlut í öllu þessu ævintýri. Býflugur sofa, hún Mæja fór að sofa upp úr ellefu (ég hélt að hún væri látinn) og vaknaði svo um hádegisbil á laugardaginn alveg sprelllifandi í glasinu sínu.
Á laugardaginn barst henni svo hjálp. Hann Villi vinur hennar gerði árás hann kom inn snemma á laugardagsmorguninn og gerði tilraun til þess að frelsa Mæju. Það mistókst. Pabbi kom svo í heimsókn og frelsaði hana úr glasinu.
En henni Mæju líkar vel vistin á Kárastígnum og í morgun var hún kominn aftur í kurteisisheimsókn. Ég held reyndar að hún hafi sofið á milli mín og Ágústu vegna þess að bæði hurð og gluggi voru lokuð. Hún vakti okkur svo með suði sínu snemma í morgun og það var eins og við manninn mælt við vöknuðum og fórum á veiðar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home