Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, April 30, 2004

Mikilvæg lykilatriði

Jæja nú er þetta hafið. Fyrsta prófið var i dag, ég fór í próf í íslenskri ritgerð. Heppnin var með mér vegna þess að eitt af efnunum sem mátti velja um var "Fjölmiðlar". Ég valdi það og er nú búin að sitja í prófi í allan dag að rita niður staðreyndir og pælingar um þetta blessaða frumvarp. Eftir því sem ég velti þessu meira fyrir mér verð ég meira og meira hlynt þessu en þykir þá Heimdallur hafa nokkuð til síns máls. Heimdallur tók afstöðu á móti þessu vegna skerðingar frelsis. Fyrir þá sem sjá ekki kosti þessa frumvarps þá varpa ég hér fram 10 lykilatriðum verði frumvarpið að lögum

1. Lögin eru almenn, beinast ekki gegn einhverjum tilteknum fyrirtækjum. Vegna mikilvægis fjölmiðla fyrir almenning er eðlilegt að setja sérlög um starfsemi þeirra, rétt eins og sérlög eru sett t.d. um starfsemi fjármálafyrirtækja.

2. Markmið laganna er að tryggja eðlilegt umhverfi fjölmiðla á Íslandi.

3. Lögin koma í veg fyrir að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu geti átt fjölmiðla.

4. Markaðsráðandi fyrirtæki þurfa strangt aðhald fjölmiðla. Slíkt aðhald verður ekki trúverðugt ef meirihluti fjölmiðla er t.d. að stærstum hluta í eigu markaðsráðandi fyrirtækis.

5. Prentmiðlar og ljósvakamiðlar geta ekki verið á sömu hendi, það tryggir jafnvægi á fjölmiðlamarkaði og er sambærilegt við reglur sem gilda víða erlendis.

6. Hámarkseign (25%) tryggir dreifða eignaraðild að ljósvakamiðlum.

7. Málsmeðferð ríkisstjórnarinnar er eðlileg og sú sama og við önnur viðamikil mál.

8. Alþingi fær nægan tíma til að ræða frumvarpið. Þingstörfum lýkur ekki fyrr en Alþingi hefur tekið allan þann tíma sem þurfa þykir til að afgreiða málið.

9. Erlendis eru margskonar reglur sem stjórnvöld setja um fjölmiðlamarkaðinn. Þeim er ætlað að tryggja lýðræðislega umræðu og að fjölmiðlar sinni hlutverki sínu.

10. Ef ljósvakamiðlar eru rekstrarhæfir og geta skilað eigendum sínum eðlilegum arði, þá ætti ekki að verða skortur á fjárfestum til að koma í stað þeirra fyrirtækja sem sökum markaðsráðandi stöðu sinnar mega ekki eiga í ljósvakamiðlum.

Ég vona nú samt að það verði enginn anstæðingur þessa frumvarps sem fer yfir prófið mitt.

Næsta próf á dagskrá er svo studentspróf í dönsku sem verður á mánudaginn og nú verður maður að tala dönsku alla helgina og liggja yfir dönskubókum eins lengi og geðheilsan leyfir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home