Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, March 22, 2004

Einn mánudagur

Jæja, nú er aðeins einn mánudagur fram að páskafríi. Gleður það mig óstjórnlega mikið. Ég skrap aðeins á Hellu um helgina. Þar hafði ég leigt sumarhús með bekkjarfélugum mínum. Þar fundum við okkur ýmislegt til dundurs og var þetta hin ágætasta ferð. Ég varð reyndar fyrir því óhappi að það var ælt yfir allt draslið mitt og var það ekki skemmtileg reynsla. Garðar komst víst ekki lengra en í mitt rúm til þess að æla. Guðmundur greyið er nú með tárin í augunum. Hann heldur því fram að J.R.R Tolkien hafi verið á sýru þegar hann samdi Hobbit. Guðmundur er nefninlega að fara í próf á morgun og þarf að lesa þessa ansi skemmtilegu bók í dag. Grey Mundi litli er svo jarðbundinn að honum finnst þetta bara leiðinlegt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home