Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, March 18, 2004

Hversdagslífið

Jæja Lidda mín þér verður við ósk þinni. Það er allt med det samme á Kára hjá okkur, alltaf voða fínt og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Tóta fimleikadrottning er samt ekki enn búin að laga rúðuna og ef mér skjátlast ekki eru öll blómin tæplega lifandi :) Lára á neðri hæðinni gerir líka í því að vera leiðinleg og pirrandi og það er ekki lengra síðan en í síðustu viku þegar hún kom upp og skipaði mér að ryksuga. Ég skil bara ekki hvað svona fólki gengur til. Ef þetta ryk sem gerir engum mein pirrar hana svona mikið þá er henni guðvelkomið að ryksuga það en annars á hún bara ekkert að vera að skipta sér af okkar business. En fyrst ég er farin að tala um viðhald á heimilnu þá óska ég hér með eftir einhverjum símasnillingi sem gæti komið hingað og fixað fyrir okkur símann.
En jæja þá er þessu íbúðaryfirliti aflokið. Ég ætla að gleðja lesendur þessarar síðu með því að benda á að nú eru einungis tvær og hálf vika í páskafrí en það gera 12 skóladaga. Eftir páskafrí eru svo bara nokkrir skóladagar, próf og svo sumar:) Það er nú samt svolítið fyndið að í hvert skipti sem sólin gægist fram fyrir skýin þá halda allir að það sé komið sumar. Um daginn fylltist Austurvöllur t.d. af fólki sem var að kaupa sér ís og spilla alls kyns útileiki og allir voru komnir á stuttbuxur og voða sumarlegir samt var hitinn ekki nema 7 gráður sem telst kalt á flestum öðrum stöðum í heiminum(held ég).

0 Comments:

Post a Comment

<< Home