Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, March 14, 2004

Þá er kominn sunudagur

og í þetta skiptið munum við halda okkur við rætur Snæfellsjökuls....Nú er helgin flogin frá. Ég vaknaði fyrir allar aldir á laugardagsmorguninn og hélt ásamt Helgu og Bigga Matt til Reykjavíkur. Ferðinni var heitið í Valhöll þar sem ég og Biggi áttum að mæta í stjórnmálaskóla. Var það ansi fróðlegt og skemmtilegt, þó að það hafi verið erfitt að halda sér vel vakandi á tímum. Davíð Oddson setti námskeiðið og svo kom hver ráðherrann á fætur öðrum og hélt stutta tölu. Aðalatriðið var að kynna okkur fyrir flokknum og segja okkur frá afrekum hans og stefnu. Fundurinn endaði svo klukkan hálf fimm og síðustu fyrirlesarar voru Gísli Marteinn, Stebbi Hilmars og Þorbjörg formaður sus. Þá var haldið á Kaffibrennsluna til þess að fá sér eitthvað í gogginn fyrir heimferðina. Ég fór svo bara snemma í ból þetta kvöld. En ekki er sömu sögu að segja af honum Munda litla. Hann hélt í Götuhús annað kveldið í röð og skemmti sér þar fram undir morgun. Við héldum svo saman á Rauða húsið í dag og horfðum þar á einn fótboltaleik. Þar atti Liverpool kappi við Southamton og fór Southampton með sigur af hólmi. Kætti það Munda mjög eftir að hann hafði verið í mikilli niðursveiflu eftir að Man. City hafði sigrað Man. Utd..

0 Comments:

Post a Comment

<< Home