Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, March 30, 2004

þar sem vinir okkar Valli og hundurinn hans Kobbi....

Ja hérna nú eru aðeins þrír skóladagar eftir, hugsið ykkur þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar. Í gærkvöldi brugðum við okkur út úr húsi aldrei slíku vant. Við (ég og mundi) fórum í heimboð í Goðheimana til hans Bigga. Ég sýndi þar mikið hugrekki og tók strætó sem er annars verkfæri djöfulsins að mínu mati. Ég er alltaf hrædd um að taka vitlausan strætó eða fara í vitlausa átt eða eitthvað og svo kostar það formúgu að fara með þessu tæki. Ég viltist eitt sinn í strætó, ég var að fara að borða á pottinum og pönnunni (í Nóatúni) fyrir árshátíðina. Ég sá að ég yrði að taka strætó til þess að komast á staðinn og skoðaði leiðarkortið mjög vel og fékk góðar ábendingar hjá góðu fólki um hvar ég ætti að fara út. Ég var ansi stressuð en ákvað svo bara að kýla á þetta. Það endaði með því að ég fór of langt og fór upp í Glæsibæ. Þar var ég föst og hringdi í móðursýkiskasti í Bjarna Gunnar, sem var í Smáralind, og hann kom og náði í mig og skutlaði mér á pottinn og pönnuna og bjargaði þar með lífi mínu. Ég ákvað þá að taka aldrei strætó aftur.

Ég er svo búin að panta mér far með Herjólfi til Vestmannaeyja föstudaginn 30. júlí 2004. Ég finn fyrir svona kvíðablendinni tilhlökkun til þessarrar ferðar. En ég er viss um að þegar nær dregur og sjóveikistöflurnar komnar ofan í maga verður það einungis tilhlökkun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home