Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, April 19, 2004

Daglegt amstur

Þessi helgi var alveg hin ágætasta þó svo ekki hafi mikið farið fyrir skólabókum. Við vorum bæði munaðarlaus þessa helgi en leiddist þó ekki vegna þess að við eigum mikið af ágætis vinum sem komu og heimsóttu okkur og héldu okkur félagsskap. Nú er veturinn að klárast, síðasti vetrardagur er á miðvikudaginn og þess vegna er þessi vika einungis fjórir daga, guði sé lof fyrir það. Ég er nú samt í smá vandræðum. Þannig er mál með vexti að ég er búin að lofa Ágú págú að gefa henni múrskeið í sumargjöf en Ágústa er svo sérvitur að hún vill bara múrskeið pantaða úr útlandinu sem kostar morðfé. Ég er semsagt runnin út á tíma en ef einhver á gamla múrskeið sem lítur svoldið útlenskulega út þá skal ég með glöðu geði kaupa hana til þess að redda mér úr þessum vanda. Sorry Ágú mín ég bara gleymdi þessu.
En nú styttist óðum í próf og allir bíða eftir stressinu til þess að geta komið sér af stað. Það virðist ætla að koma á síðustu stundu. Við erum búin að hengja upp niðurtalningu og það eru einungis 30 dagar í sumarfrí. Það er nú ekki svo langt. Ég held að Þórhildur hafi tekið allan lærdómsandann í húsinu með sér til Finnlands og bið ég hana hér með að skila þó ekki væri nema hluta af honum. Það er örugglega hægt að senda hann með pósti.
Annars á hún Ása afmæli í dag hún er orðin 17 ára stúlkan og búin að kaupa sér voða fínan bíl. Hún sótti mig og Guðmund áðan og rúntaði aðeins með okkur og höfðum við bara gaman af. Til hamingju með afmælið, bílinn og bílprófið Ása mín.
Ég biðst velvirðingar á því hvað hann Mundi litli er latur við að blogga ég reyni að berja hann áfram en ekkert gengur. Vonandi sér hann nú samt að sér

0 Comments:

Post a Comment

<< Home