Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Saturday, April 10, 2004

Jæja nú er orðið ansi langt síðan maður hefur rausað. Páskafríið hefur verið fínt til þessa og ný ævintýri á hverju kveldi. Ég er gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við og ekki búin að líta í bók, æææ. Það hefur nú samt margt verið bardúsað í þessu fríi. Ég fór í óvænta afmælisveislu, fór á ball, í bíó og festi mig út á sandi (var samt bara farþegi). Í kvöld er ég svo að hugsa um að kíkja á Rauða húsið þar sem lopapeysurnar, (mundi og bára) munu þeyta skífum. Þegar því er lokið ætla ég að vona að maður sé bara búin að gera allt og ekkert eftir nema að læra.
Ég er líka búin að fá atvinnutilboð í Álandseyjum í sumar, það er samt ekki öruggt. Mér hefur verið boðin vinna hjá Mariehamn commune við svona ýmis konar garðavinnu í nokkrar vikur í sumar. Vonandi að það gangi allt saman upp.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home