Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, March 31, 2004

Fallinn með 4,9

Þá sjaldan að ég er bugaður þá er það núna! Eins og tveir vita þá féll ég á einni villu, þeirri fjórtándu, á jóla/stúdentsprófinu mínu í stafsetningu um jólin. Þá var mér gert að mæta í endurtökupróf og ég gerði mér lítið fyrir og mætti í það á mánudaginn var. Fyrir um það bil þremur og hálfum tímum komst ég svo að því að leikurinn hafði endurtekið sig, ekki gott það. Ég fór að renna yfir prófið og sá þá, mér til mikillar undrunnar, að íslenskukennarinn minn hafði ekki fundið nema ellefu villur í prófinu mínu, sem hefði dugað og vel það. En arnbjörn, sem er einmitt kennarinn hennar Hildar, gróf upp þrjár villur í viðbót. Ég átti náttúrulega ekki von á þessu og brast í grát á göngum skólans og mætti ekkert meira þann dag heldur gekk kjökrandi upp skólavörðustíginn og lagðist í fleti mér. En nei þarna missti ég mig og sagði hvað mig langaði að gera en ég er svo mikið karlmenni að ég fór í útileikfimi og svo í ensku í pínulítilli stofu og illalyktandi(stofan hjá hildar bekk). Ég neyðist sem sagt til að fá yfir sjö í vorprófinu í íslenskum stíl, sem er ekki gott, en blessast vonandi. En annað er það þó sem bugar mig enn meira því sú hugmynd hefur skotið upp kollinum hér innandyra að hafa svo kallaðan "reynslumánuð" í september í haust, þar sem mér er gert að búa með Hildi í herbergis kitrunni sem hún og ágústa hafa alið mannin undanfarna tvo vetur. Það verður fróðlegur mánuður. Að öðru leiti er lítið að frétta en ég vil þakka Þórhildi fyrir blandið í pokanum sem hún sendi okkur úr útlandinu. Svo fer nú að líða að páskafríi og er ekkert slæmt af því að segja og ég hvet alla með aldur til þess að fara á rauða húsið þann tíunda næsta mánaðar þar sem verður mikil gleði og eintóm hamingja. Nú er hinsvegar mál að fara að lesa jarðfræðiglósurnar sínar fyrir prófið á morgun. kveðja Mundi

P.S. ég hvet alla til að vera duglega að kommennta og rita nafn sitt í gestabók.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home