Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, April 15, 2004

Erfitt að vera duglegur

Jæja, nú eru páskarnir búnir og maður pakksaddur eftir páskaeggið. Aðalatriðið í páskaeggjunum er samt málshátturinn. Þetta árið fengum við málshættina, þeir missa sem eiga og oft má satt kyrrt liggja. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram þegar maður á að vera að gera eitthvað. Í fríinu átti maður að liggja yfir bókum en ég held að hvorugt okkar hafi svo mikið sem opnað bók. Sú nöturlega staðreynd þýðir það að nú höfum við bæði hið mesta samviskubit. Við ætlum því að bregða okkur austur fyrir fjall um helgina og reyna að bæta úr þessum vanda. Þessa helgi munum við nefninlega hafa tvo kofa alveg út af fyrir okkur þar sem foreldrar okkar fengu nóg af okkur í páskafríinu og ætla því að bregða sér í orlof yfir helgina. Annars er það helst að frétta að hann Pálmar, sem gengur einnig undir nafninu Bára, varð átján ára í gær og óskum við honum innilega til hamingju með það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home