Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, April 28, 2004

Jæja nú hef ég endanlega fengið sönnun á því að strætó kemur frá helvíti. Ég og Mundi fórum til Bigga í dag til þess að læra. Þegar líða tók á kvöldið þurftum við svo að fara að koma okkur heim og hugðumst taka strætó. Við vorum svo lengi að telja í okkur kjark til þess að við misstum af honum og ákváðum því að taka næsta. Þegar í strætóskýlið var komið vantaði klukkuna þrjár mínútur í brottför og við bjuggumst við vagninum á hverri stundu. Svo var hann orðinn fimm mínútum of seinn, tíu mínútum og svo loks korteri. Það fór að renna á okkur tvær grímur og við orðin ansi hrædd um að þurfa eyða nóttinni í strætóskýli. En loksins sáum við þetta gula ferlíki í fjarska. Þegar hann var svo alveg að koma og við komin með klinkið í hendur dó helvítis strætóinn. Ja hérna hér ansi áreiðanlegt þetta kerfi. Hann komst þó loks til okkar og við borguðum morðfé til þess að komast heim. Hann fór samt ekki af stað heldur dó hann aftur....og aftur. Svo loksins drattaðist hann af stað og tók 45 min rúnt um úthverfi Reykjavíkur.
Ég er að hugsa um að kaupa mér bara símaskrá og þá get ég notað kortið í henni til þess að ganga allar mínar leiðir.
En þetta er nú ansi mikið raus allt saman en ég verð einhversstaðar að fá útrás fyrir reiði mína.
Síðasti skóladagurinn á morgun veii loksins. Allt hefur verið með rólegasta móti síðustu daga fyrir próf og yfirleitt meira stress heima fyrir en í skólanum. Svo styttist í að maður flytjist aftur austur fyrir fjall og fari að vinna baki brotnu hjá bæjarfélaginu Árborg, það er nú virkilega spennandi verkefni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home