Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, April 27, 2004

Fjölmiðlafrumvarpið

Svei mér þá alla mína daga, nú er allt að verða vitlaust á Alþingi.
Þetta frumvarp sem er búið varpa fram er ansi umdeilt þessa daganna í þjóðfélagi okkar. Ég hef nú ekki myndað mér neina skoðannir á þessu máli. Mér finnst nú samt svoldið fáránlegt að setja lög sem aðeins einn maður verður fyrir. Svo er önnur hlið á málinu er ekki grundvöllur fyrir þessum lögum. Flestir eru þeirrar skoðannar að ef þeir vilja traustar fréttir lesa þeir morgunblaðið en ekki fréttablaðið eða DV. Fréttablaðið og DV eru nefninleg lituð blöð og eigendur þeirra eiga mikilla hagsmuna að gæta í íslenskri pólitík.
Mér finnst þetta nú samt ekki mjög málefnalegt hjá Davíð að ljúka annars ansi góðum ferli sínum með þessum hætti. Viss hroki fellst í þessu öllu og mér finnst að það ætti að hafa verið betur að þessu staðið.
En ég er nú ekki viss um að þetta komist í gegn. Vinstri grænir hafa ekki ennþá mælt þessu í mót (ótrúlegt en satt), frjálslyndiflokkurinn er þessu fylgjandi en vill skoða þetta betur og framsókn er samþykkur. Mín skoðun er samt að það sé helst Davíð sem er að pressa þetta í gegn og þar sem hann stígur af stóli í haust mun þetta jafnvel ekki nást ef þetta gengur ekki í gegn fyrir þinglok.
Venjulegum þingtíma líkur næstu helgi en það er í umræðunni að lengja þingið um 10 daga.
Ég tel þetta nú samt ekki vera tilgangslaust og aðeins persónuárás á Jón Ásgeir því að mér finnst ekki sniðugt að sami maður geti notað svona stórt hlutfall af fréttamiðlum landsins sér í hag.
En að sama skapi finnst mér þetta vera svoldið skref aftur á bak í sambandi við frelsi í landinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home