Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, May 03, 2004

Afmæli

Ég átti virkilega erfitt með að festa svefn í gærkveldi vegna þess að orðið afmæli olli mér miklu hugarangri. Hvaðan kemur þetta orð? Orðið fæðingardagur er miklu rökréttara og er það notað í öðrum tungumálum sbr. enska: birthday, þýska: geburtstag og danska föderselsdag. Við vorum að velta þessu fyrir okkur í gærkveldi og mér datt fyrst í hug að þetta tengdist eitthvað því að mæla=tala, af mæli er þegar að mæli fara af því að þú sért fæddur, Tótu fannst líklegt að þetta sé komið af því að aldur sé lesinn af mæli og Guðmundur var sammála henni. Ágústa kom með þá hugmynd að þetta tengdist eitthvað því að stemma af þ.e. að á fæðingardaginn er aldurinn mældur af sbr. stemma af og þú ert sagður árinu eldri. Ef einhver veit þetta eða getur komið með líklegar tilgátur þá endilega setjið það hér inn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home