Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, May 05, 2004

1/4 búinn :)

Nú eru prófinn kominn á fullt. Ég get glaðst yfir því að þessa stundina er ég búin með 1/4 þ.e. þrjú próf. Virðist vera miklu meira þegar maður hugsar það í almennum brotum. Var einmitt rétt í þessu að koma úr munnlegu dönsku prófi og er svo að fara í tölvufræðipróf á morgun. Ég skil ekki afhverju í ósköpunum það er verið að kenna þetta fag. Það er t.d. einn langur kafli í bókinni sem fjallar um takkana í word. Það veit það hver maður sem einhverntíma hefur séð word að til þessa að prenta þá ýtir maður á takkann sem ber mynd af prentara. Svo er verið að kenna ýmislegt sem maður þarf einfaldlega ekki að kunna eins og tvíundarkerfi og annað slíkt, tölvan kann þetta og skilur þetta og þú ekki. Það er allt í lagi og engin þörf á að breyta því.

Ég er búin að kaupa mér miða á aukatónleika Pixies sem verða 25. maí. Hlakka einstaklega mikið til.
En nú bíð ég bara spennt eftir að klukkan verði c.a. hálf þrjú, miðvikudaginn eftir tvær vikur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home