mikil hneykslun
Nú er fokið í flest skjól, ég er orðinn gegnsýrður af jarðfræði og ekki búinn að blogga síðan í apríl. Það, eitt og sér, er algerlega óalandi en það er ekki nógu gott að vera latur að blogga og blogga svo um eigin leti þegar maður loksins kemur því í verk, ég tek því upp léttara hjal og deili hneykslan minni ekki meir. Annars hefur fremur fátt á daga mína drifið og frá litlu að segja en um síðustu helgi var ég þetta líka ekki lítið duglegur, lærði stærðfræði á við svona 1og1/2 og keypti mér miða á aukatónleika Pixies í Kaplakrika þann 25. maí n.k. Ég er bara hálffeginn að fara 25. en ekki 26. því 26. er úrslitaleikurinn í meistaradeildinni. Alveg einkennilegt að daginn sem úrslitaleikurinn í meistaradeildinni er spilaður eru tónleikar og daginn sem metalica tónleikarnir eru er úrslitaleikur EM, byrja meira að segja á sama tíma 4. júlí kl: 19:45, alveg stórmerkilegt. Svo til að bæta gráu ofan á svart er grillveisla hjá Sigga Steindórs sama kvöld og eurovision, maður á greinilega að vera upptekin á öllum menningarviðburðum í sumar. Já þetta eru bara svona pælingar ég verð að fara lesa um dragár og lindár mér til skemmtunar og lífsfyllingar en vil enda þetta raus á því að óska Liverpoolmönnum til lukku með fjórða sætið og fylgja þar með Man. Utd. í undankeppni meistaradeildarinnar.
K.v. Mundi
K.v. Mundi
0 Comments:
Post a Comment
<< Home