Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, May 17, 2004

2 eftir

Já nú er þetta allt að smella saman, aðeins tvö eftir. Tók mér annars ágætispásu á laugardagskveldið. Ég fór í grillveislu og eurovisionpartý og alles og alles. Kærkomin pása. Ég er nú samt alveg að bugast og er ekki enn byrjuð að læra fyrir prófið á morgun. Hvert próf tekur sinn toll af geðheilsunni og eins og staðan er geðheilsan ansi tæp.
Guðmundur á bara eitt eftir og mér heyrist á öllu að hann sé rétt í þessu að byrja að gera herbegið hennar Þórhildar tilbúið fyrir heimkomu.
Skipuð hefur verið nefnd til þess að finna út hagstæðasta og besta ferðamátann minn og eins og staðan er í dag fer ég til útlanda ekki næstu heldur þarnæstu helgi. Vona að það eigi eftir að verða skemmtilegt.
Ég vil enn og aftur minna alla á að hafa það í huga að nauðsynlegt er að finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs á miðvikudagskveldið og allir verða að vera glaðir á þeim merkisdegi :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home