Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, November 13, 2008

Að vakna upp við vondan draum

Herbergið mitt er á jarðhæð. Þegar gengið er inn um útidyrnar kemur þú inn í gang þar sem sambýlendur mínir geyma hjólin sín. Útfrá þessum gangi er hægt að ganga inn í eldhúsið og herbergið mitt og svo uppá næstu hæð.
Aðfaranótt þriðjudagsins dreymdi mig frekar illa, mig dreymdi allskonar ljótt og vont fólk. Mig dreymdi líka að það væri verið að brjótast inn og einhver hefði komið inn í herbergið mitt en farið þaðan út aftur. Þessi atburður var svo raunverulegur að ég vaknaði upp með andfælum. Mér tókst þó fljótt að sofna aftur og svaf hálfilla það sem eftir lifði nóttu.
Á þriðjudagskvöldið hitti ég svo eina stelpuna sem býr með mér og hún spyr mig hvort ég hafi séð hjólið hennar. Hún hafi skilið það eftir á ganginum fyrir helgina og það hafi ekki verið þar þegar hún kom til baka á þriðjudaginn. Ég fékk svoldin hroll en ekki hafði ég séð hjólið.
Strákarnir sem voru heima um helgina sögðu okkur svo að á laugardagsmorguninn hafi hurðin verið opin upp á gátt en hjólið enn á sínum stað.
Í dag ákvað ég því að athuga með þessa hurð og viti menn hún læsist ekki! Hún er bara alltaf ólæst.
Staðan er því sú að hver sem er getur gengið inn af götunni og vafrað um húsið. Ég vona samt að ég hafi bara fengið martröð aðfaranótt þriðjudags en ekki séð menn inni í herberginu mínu í alvöru.
Hér eftir ætla ég þó að sofa með læsta hurð en það hef ég ekki gert hingað til.

Síðasta helgi í Frakklandi var alveg stórmögnuð, ofsa gaman allan tímann og gríðarlegt fjör og skemmtilegheit. Ég stoppa svo stutt í Belgíu að þessu sinni eða í tæpa viku því ég er að fara til Leiden í Hollandi á morgun með Þórhildi að heimsækja Ástu Björk og hlakka mikið til.
Lifið í landi en ekki í hlandi
Hildur

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

 • At 10:50 PM, Anonymous Anonymous said…

  oj bara Hildur...viltu gjöra svo vel að hafa harðlæst alltaf..ojsen pojsen.. kannski voru þetta einhverjir dólgar...

  en góða skemmtun í Hollandi..:)kiss og knús

   
 • Blogger Ágústa said...

  <$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 11:56 AM, Blogger Ágústa said…

   sofa með læsta hurð, pabbi yrði nú ekki glaður frétti hann það ... hvað ef það kveiknar í!!

   Mæli með að þú talir við leigusalann þinn og fáir almennilegan lás á útidyrahurðina!

   Góða skemmtun í Leiden, bið kærlega að heilsa Ástu og Þórhildi!

   ps. hvernig gekk í flæmsku prófinu?

    
  • Anonymous Anonymous said...

   <$BlogItemCommentCount$> Comments:

   • At 1:58 PM, Anonymous Anonymous said…    Tala við leigusalann og láta laga strax. Nú er þetta líka komið á netið... og allir vita að það er ólæst, ekki bara skúrkarnir sem tóku hjólið. !!!
    kv
    Pabbi

     
   • Blogger Tóta said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 3:55 PM, Blogger Tóta said…

     jeminn spéminn, Hildur fáðu lás á útidyrahurðina - það er lítil krafa og sjálfsögð. að brjóta upp herbergishurð er ekkert mál fyrir skúrka! Góða skemmtun í Hollandi -það eru svo brattar tröppur hjá Ástu að þar myndi enginn nenna að brjótast inn - bið að heilsa :)

      
    • Anonymous Anonymous said...

     <$BlogItemCommentCount$> Comments:

     • At 2:28 PM, Anonymous Anonymous said…

      Sammála fyrri ræðumönnum, held meira að segja að það sé grundvallamannréttindi leigufólks að geta læst húsunum sínum. Þú verður nú að fá góðan svefn og hann fæst líklega ekki ef þú færð martraðir.
      Ef að þú færð ekki gert við hurðina þá mæli ég með því að þú horfir á Spaugstofuna. Það var ansi gott innslag hjá þeim í gær hvernig maður ætti að koma í veg fyrir innbrot.

       
     • Blogger Ágústa said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 1:55 PM, Blogger Ágústa said…

       Hva ertu hætt að blogga eftir allar þessar skammir?

       hvernig var hjá ástu pástu?

        

      Post a Comment

      << Home