Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, October 15, 2008

15. október 2008

Mikið er ég orðin leið á þessu krepputali og efa ég að ég sé ein um það. Ég hef undanfarna daga orðið vör við það að hina ýmsustu sögusagnir um Ísland eru í gangi í heimspressunni. Hvern dag hitti ég einhvern sem spyr mig hvernig ég hafi það þar sem Ísland er farið á hausinn. Ég fæ mikið klapp á bakið og sambýlingar mínir eru meira að segja búnir að bjóða mér að borða þeirra mat ef ég á ekki fyrir mat. Ég mætti í Hollenskutíma um daginn og kennarinn hóf tímann á því að spyrja mig hvernig ég hefði það. Ég setti þetta ekki í neitt samhengi við kreppuna og sagðist bara hafa það fínt, takk fyrir. Þá fór hún að spyrja hvort að ég hefði peninga og mat og hvort að fjölskyldan mín á Íslandi fengi eitthvað að borða. Ég gat ekki varist brosi og sagði að það væri til nægur matur á Íslandi bara engir peningar.

Annars hefur verið nóg að gera undanfarna daga og ég hef varla tíma til þess að lesa lexíurnar mínar. Mikið framboð af partýum og alls kyns skemmtilegheitum.
Á sunnudaginn fór ég á kaffihús í góðaveðrinu með stelpu sem ég var að hitta í fyrsta sinn en hún hafði beðið mig um að hitta sig vegna þess að hún hefur gífurlegan áhuga á Íslandi, Íslensku og Íslenskri menningu. Hún hafði verið sjálfboðaliði á Tálknafirði síðustu tvær vikurnar í ágúst og vissi ýmislegt um Ísland. Henni þykir Brennivín meira að segja gott.

Á mánudaginn fór ég svo í Afmæli til eins vinar míns sem er frá Finnlandi. Þar fékk ég að bragða á ljúfengum heimagerðum finnskum kjötbollum og kartöflustöppu. Toppurinn var svo þegar hann bauð upp á finnkst áfengi. Finnar drekka nefninlega vodkaskot með lakkrísbragði og hafði hann gert tilraun til þess að búa til slíkan drykk með belgísku nammi og frönskum vodka sem heppnaðist alveg ágætlega.

Myndavélin mín er komin í lag og ma og pa ætla að senda hana til mín svo fljótlega get ég farið að smella af og setja á netið allt það skemmtilega sem verður á vegi mínum.

7 Comments:

Blogger Ágústa said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

 • At 1:15 PM, Blogger Ágústa said…

  Enn gaman hjá þér!! Láttu þetta krepputal bara sem vind um eyru þjóta. Keep calm and carry on...

   
 • Blogger Tóta said...

  <$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 2:55 PM, Blogger Tóta said…

   Vá hvað þetta er magnað. Stuð stuð hjá þér....viltu koma á skype? bíð í tvær mín ef þú ert ekki komin þá sæki ég þig!

    
  • Anonymous Anonymous said...

   <$BlogItemCommentCount$> Comments:

   • At 10:18 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ég öfunda þig að vera fjarri öllu krypputali, æj, meina krepputali.
    Hildur ef að allt bregst varðandi samninginn okkar, þá máttu koma heim með Finna. Ég samþykki það. ;)
    Hafðu það ofsalega gott.

     
   • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 11:29 PM, Anonymous Anonymous said…

     Haha.. franskur vodki og belgískt nammi..hljómar ekkert of vel..en..;)

     en mikið er ég glöð að geta bráðum farið að sjá myndir..:) og ég segi eins og Hanna, þú mátt koma heim með Finna en ekki Kristjáns..HAHAHA.. djók..

     kisskiss;)

      
    • Anonymous Anonymous said...

     <$BlogItemCommentCount$> Comments:

     • At 12:50 PM, Anonymous Anonymous said…

      Engar áhyggjur stúlkur mínar, ég er ekki að fara koma heim með einn né neinn:)En ég lofa þó að koma heim:)

       
     • Blogger Þórhildur Hagalín said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 9:12 AM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

       passaðu þig nú hverju þú lofar rýjan mín, hver veit nema einhver finni þig og fari með þig heim til sín :)
       hlakka til að hitta þig um helgina!

        
      • Anonymous Anonymous said...

       <$BlogItemCommentCount$> Comments:

       • At 2:02 AM, Anonymous Anonymous said…

        Hlakka til að sjá myndir. en þú verður að koma með þessa stelpu sem fílar íslenskt brennivín hingað heim. Kann að meta stelpur sem eru ekkert að teprast!

        En Hildur, Lyon! Ég er orðinn mega spenntur:D

         

       Post a Comment

       << Home