Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, October 28, 2008

TATA!


Sko, myndavélin mín komin á leiðarenda.


Ég fór á pósthúsið í gær og sótti hana og gladdist ótrúlega mikið þegar ég opnaði pakkann og upp úr honum valt allskyns íslenskt gógæti. (takk fyrir það ma og pa).

Annars er lítið að frétta héðan. Ég skrapp til Amsterdam á laugardaginn var með Franzisku vinkonu minni og vorum við þar fram á sunnudag. Við löbbuðum og löbbuðum um alla Amsterdam og skoðuðum borgina. Við gistum svo á youth hosteli um nóttina sem var mjög fínt. Sunnudagurinn átti svo líka að fara í rölt og túristaleik en þar sem við fengum ekta íslenskt veður (rok og rigningu) ákváðum við bara að taka lestina í fyrra fallinu.

Annars er veturinn að ganga í garð hér, hitinn hefur lækkað undanfarna daga og nú líða færri dagar á milli rigningadaga. Hitinn er komin niður í 10 gráður og fer jafnvel niðurfyrir það.

Í samræmi við það (og auðvitað sólarganginn) erum við komin á vetrartíma hér og því er ég bara einum tíma á undan ykkur.

Annars gegnur lífið sinn vanagang hér, skóli á hverjum degi og nóg að læra.

Þangað til næst, hafið það gott og passið ykkur á myrkrinu

(ætla að fara að gæða mér á freyju lakkrísdraum)

6 Comments:

Blogger Ágústa said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

 • At 9:10 AM, Blogger Ágústa said…

  mmmm sælgæti. þú ættir að fá pabba til að senda þér endurskinsmerki líka - eða fást þau kannski í Belgíu?

  Gaman að sjá fés þér, gangi þér vel í skólanum!

   
 • Anonymous Anonymous said...

  <$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 4:38 PM, Anonymous Anonymous said…

   Gaman að þú skulir vera komin í kynni við einhverja krakka. Það er alltaf mikilvægt. ;)
   Hafðu það gott.

    
  • Blogger Tóta said...

   <$BlogItemCommentCount$> Comments:

   • At 8:35 PM, Blogger Tóta said…

    Frábært - vona að við fáum að sjá fleiri myndir hérna td af belgíska vini þínum :) ekki borða yfir þig af lakkrís það er aldrei gott!
    kveðja frá Mér og hinum :)

     
   • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 11:35 AM, Anonymous Anonymous said…

     Gott að þú hefur það gott í Leuven. Er ekki bara Stella Artois í boði á pöbbunum þarna þar sem þetta er hennar heimaborg ?

     kveðja úr snjónum á Selfossi

     Halli

      
    • Anonymous Anonymous said...

     <$BlogItemCommentCount$> Comments:

     • At 3:39 PM, Anonymous Anonymous said…

      Jújú, hér flæðir Stellan yfir allt, Bruggverksmiðjan er bara í næstu götu við heimili mitt:)

       
     • Anonymous Anonymous said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 5:50 PM, Anonymous Anonymous said…

       elsku Hildur, gaman að sjá framan í þig. Þú hefur bara ekkert breyst held ég. :-) fín mynd af þér.
       eigðu góða helgi,
       sigga mos.

        

      Post a Comment

      << Home