Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, November 02, 2008

2. nóvember 2008

Var að koma frá Brussel. Fór þangað í gær að heimsækja Þórhildi og hitta Ólöfu. Rosa gaman að hitta þær báðar tvær.



Alveg finnst mér ótrúlegt að það sé kominn nóvember, er farin að halda að tíminn líði hraðar í Belgíu heldur en á Íslandi.

Ég fór í Halloween party á föstudaginn. Ofsa gaman, fólk í allskyns búningum eða málað í framan. Ég gerði mig til með Nötshu vinkonu minni, hún lánaði mér eitt blúndustykki á hausinn og við máluðum okkur svartar um augun. (íslenski fáninn í bakgrunn er í hennar herbergi)

Síðasta miðvikudag fór ég svo á þjóðlagaball. Þar fór fram danskennsla áður en ballið hófst og mynnti hún mig mikið á gamla daga í mr. En það var rosa gaman að rifja upp skottísinn og læra nýja dansa. Eftir það fórum við svo og skemmtum okkur á hefðbundnari hátt:)
Í brussel keypti ég mér svo miða til Frakklands. Er að fara til Lyon næsta föstudag og verð fram á mánudag. Hlakka rosa mikið til. Er að fara hitta Bigga og fleiri krakka frá Íslandi. Verð því að vera dugleg að læra í þessari viku (og flestar aðrar) þar sem ég er alltaf á faraldsfæti um helgar.



Annars er ég að fara í partý í kvöld svo að ég þarf að fara að drífa mig að gera eitthvað að viti.

Þangað til næst
Lifið vel og lengi en ekki í fatahengi.

5 Comments:

Blogger Ágústa said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 1:55 PM, Blogger Ágústa said…

    Alla malla það er meira sem þú getur dansað!! Ótrúlega gaman að sjá myndir af þér og vinum þínum. Afhverju er vinkona þín annars með íslenska fánann í herberginu hjá sér, mér finnst það smá scary... passaðu þig á henni ;)

     
  • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 2:23 PM, Anonymous Anonymous said…

      Gaman að sjá myndir.
      En ég átta mig ekki alveg á búningnum, varstu lítið barn????? Þetta minnir mig á backinthedays á Álandseyjum þegar þú varst alltaf í 66°norður galla í gúmmítúttum sitjandi á bögglaberanum mínum. :)

       
    • Blogger Tóta said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 3:30 PM, Blogger Tóta said…

        Rosa stuð hjá minni ha! hehehhe væri sko alveg til í að fara til Frakklands með þér... einhvern tímann kannski:)

         
      • Blogger Þórhildur Hagalín said...

        <$BlogItemCommentCount$> Comments:

        • At 8:43 PM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

          takk fyrir helgina hildur mín, ofsa gaman að hafa þig eins og alltaf!

           
        • Anonymous Anonymous said...

          <$BlogItemCommentCount$> Comments:

          • At 1:07 PM, Anonymous Anonymous said…

            mig langar SVOOOO með...
            en góða skemmtun og ekki gera neitt af þér!!

             

          Post a Comment

          << Home