Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, November 02, 2008

2. nóvember 2008

Var að koma frá Brussel. Fór þangað í gær að heimsækja Þórhildi og hitta Ólöfu. Rosa gaman að hitta þær báðar tvær.Alveg finnst mér ótrúlegt að það sé kominn nóvember, er farin að halda að tíminn líði hraðar í Belgíu heldur en á Íslandi.

Ég fór í Halloween party á föstudaginn. Ofsa gaman, fólk í allskyns búningum eða málað í framan. Ég gerði mig til með Nötshu vinkonu minni, hún lánaði mér eitt blúndustykki á hausinn og við máluðum okkur svartar um augun. (íslenski fáninn í bakgrunn er í hennar herbergi)

Síðasta miðvikudag fór ég svo á þjóðlagaball. Þar fór fram danskennsla áður en ballið hófst og mynnti hún mig mikið á gamla daga í mr. En það var rosa gaman að rifja upp skottísinn og læra nýja dansa. Eftir það fórum við svo og skemmtum okkur á hefðbundnari hátt:)
Í brussel keypti ég mér svo miða til Frakklands. Er að fara til Lyon næsta föstudag og verð fram á mánudag. Hlakka rosa mikið til. Er að fara hitta Bigga og fleiri krakka frá Íslandi. Verð því að vera dugleg að læra í þessari viku (og flestar aðrar) þar sem ég er alltaf á faraldsfæti um helgar.Annars er ég að fara í partý í kvöld svo að ég þarf að fara að drífa mig að gera eitthvað að viti.

Þangað til næst
Lifið vel og lengi en ekki í fatahengi.

5 Comments:

Blogger Ágústa said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

 • At 1:55 PM, Blogger Ágústa said…

  Alla malla það er meira sem þú getur dansað!! Ótrúlega gaman að sjá myndir af þér og vinum þínum. Afhverju er vinkona þín annars með íslenska fánann í herberginu hjá sér, mér finnst það smá scary... passaðu þig á henni ;)

   
 • Anonymous Anonymous said...

  <$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 2:23 PM, Anonymous Anonymous said…

   Gaman að sjá myndir.
   En ég átta mig ekki alveg á búningnum, varstu lítið barn????? Þetta minnir mig á backinthedays á Álandseyjum þegar þú varst alltaf í 66°norður galla í gúmmítúttum sitjandi á bögglaberanum mínum. :)

    
  • Blogger Tóta said...

   <$BlogItemCommentCount$> Comments:

   • At 3:30 PM, Blogger Tóta said…

    Rosa stuð hjá minni ha! hehehhe væri sko alveg til í að fara til Frakklands með þér... einhvern tímann kannski:)

     
   • Blogger Þórhildur Hagalín said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 8:43 PM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

     takk fyrir helgina hildur mín, ofsa gaman að hafa þig eins og alltaf!

      
    • Anonymous Anonymous said...

     <$BlogItemCommentCount$> Comments:

     • At 1:07 PM, Anonymous Anonymous said…

      mig langar SVOOOO með...
      en góða skemmtun og ekki gera neitt af þér!!

       

     Post a Comment

     << Home