Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, November 21, 2008

Loksins tími til að blogga.
Í gær var hurðin löguð þannig að nú þarf ég alltaf að taka upp lykil til að komast inn. Það er svosem ágætt, smá öryggi sem felst í því að geta læst húsinu. Í millitíðinni var þó öðru hjóli stolið en ekki er vitað um fleira sem var fengið að láni. Nú veit ég þó að Leuven er ansi örugg borg:)
Síðustu helgi fórum ég og Þórhildur í heimsókn til Ástu í Leiden. Leiden er mjög skemmtilegur staður og íbúðin hennar Ástu alveg einstaklega kósý. Ég og Þórhildur gerðum ferðina til Leiden að ævintýri með því að gera smá gloríur á leiðinni. Við fórum út á vitlausri lestarstöð í Antwerpen svo að við misstum af lestinni til Leiden. Það nýttum við okkur til að hafa matarstopp í Antwerpen á meðan við biðum eftir næstu lest. Þegar hún loks kom eftir fjörtíu mínúta seinkun stukkum við inn í hana án þess að athuga neitt frekar hvort hún stoppaði í Leiden. Raunin var sú að hún gerði það ekki. Við komum því við á Schiphol til þess að taka út jólaskreytingarnar þar. Þetta gekk þó allt saman upp á endanum og tókst okkur að koma okkur til Leiden. Helginni eyddum við svo í rólegheitum, fórum í marga drykki hér og þar og skoðuðum okkur um. Þórhildur og Ásta voru svo ansi myndalegar og dunduðu sér við hannyrðir yfir skemmtilegu spjalli heima hjá Ástu.
Í gær fór ég á Cantus sem er einstaklega skemmtilegur viðburður og ég held að sé eitthvað sem ég gæti hugsað mér að innleiða á Íslandi. Þar situr fólk saman við borð og á einu háborði situr Cantusstjórinn. Allir fá textabækur með ýmsum textum til að syngja. Í gær var international cantus og lögin voru allt frá gaudeamus til mama mia. Cantusstjórinn segir hvað skal syngja og inn á milli stendur hann upp og skálar og allir þurfa að drekka, yfirleitt til botns. Svo segir hann stundum að einhverjir þurfi að standa upp á stól eða borði. Alls kyns skemmtilegir leikir og reglur sem hann setur á meðan á cantusnum stendur. Í gær áttu t.d. öll þjóðerni að syngja þjóðsöng sinn. Ég var eini íslendingurinn og söng því þjóðsöngin ein upp á stól.


Á morgun er ég svo að fara til Brussel til Þórhildar og erum við að hugsa um að fara til Bruge á sunnudaginn. Þórhildur er svo búin að bjóða mér að koma í heimsókn í þingið og ætla ég að fara með henni í vinnuna á mánudagsmorguninn.

Það var ekki fleira að sinni
Kveðja til kreppulands
Hildur

5 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

 • At 9:10 AM, Blogger Tóta said…

  Hvernig gekk eiginlega að syngja þjóðsönginn? þú hefur þá væntanlega verið búin að skála aðeins áður :) Þa ku vera fallegt í Bruge- góða skemmtun með Þórhildi í þinginu :)

   
 • Anonymous Anonymous said...

  <$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 12:32 PM, Anonymous Anonymous said…

   Það hefði nú verið gaman að sjá þig syngja þjóðsönginn. Ég hefði þá kannski getað hefnt mín, hlegið af þér og látið mig hverfa. hehe.

   Hafðu það gott. ;)

    
  • Blogger Ágústa said...

   <$BlogItemCommentCount$> Comments:

   • At 4:33 PM, Blogger Ágústa said…

    Alltaf jafnmikið stuð hjá þér!

    Ég fattaði ekki að hringja á sunnudaginn ;(

    Var ekki gaman í starfskynningu hjá Þórhildi?

     
   • Blogger Þórhildur Hagalín said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 11:02 AM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

     thad var ofsa gaman ad hafa thig elsku Hildur! vona ad thér gangi betur ad komast til ástu fyrir jólin :)

      
    • Anonymous Anonymous said...

     <$BlogItemCommentCount$> Comments:

     • At 11:23 PM, Anonymous Anonymous said…

      mundirðu allan textann í þjóðsöngnum eða bjóstu hann bara til? Þú hefðir nottlega bara geta sungið eitthvað lag -til dæmis allir krakkar- og þau hefðu ekki fattað neitt! En þetta hljómar annars eins og mjög skemmtilegur leikur - eitthvað sem við höfum á næsta ættarmóti...

       

     Post a Comment

     << Home