Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, October 08, 2008

8. október 2008

Ætli sé ekki kominn tími á nýtt blogg kæru lesendur (ágústa og tóta)
Nú er mundi kominn og farinn. Helgin var alveg frábær og heimsóknin hans lengdist meira að segja, hann ætlaði að fara heim á mánudaginn en vegna verkfalls í almenningssamgöngum fór hann ekki heim fyrr en í dag.
Við nutum helgarinnar, ég, Þórhildur og Guðmundur ýmist í Brussel eða Leuven. Við gátum mikið spjallað og ekki annað en hlegið að grátlegri stöðu í efnahagsmálum.
Mundi hafði ýmislegt skemmtilegt í fórum sér, kom með ostapopp og íslenskan lakkrís og annað íslenskt sælgæti frá velunnurum á Íslandi, Takk fyrir það.
Á laugardagskveldinu kynntum við mundi okkur pöbbamenninguna í Leuven. Við vorum svo heppin að fá gefins tvo bjóra á mann út á það að vera íslendingar. (Kannski þessir menn hafi fengið fréttir af efnahagsástandinu og vorkennt okkur).
Annars gengur lífið sinn vanagang hér í Lauven. Ég er í skólanum á hverjum degi og nóg að gera í frítíma mínum. Ég á bágt með að trúa því að það sé kominn október þar sem hér er meira svona seint í ágúst veður.
Ég lenti líka í atviki sem kom mér skemmtilega á óvart í dag.
Ég var á kaffihúsi í dag með nokkrum krökkum sem eru með mér í hollenskunámskeiðinu og var í miðjum samræðum við útlendingana þegar allt í einu leggur einhver hönd á öxl mína og spyr á ástkæra ylhýra ert þú frá Íslandi. Jújú, ég er ekki eini íslendingurinn hér.
Ég tók eitt mikilvægt skref um daginn sem lið í því að verða eins og hinir og falla inn í hópinn. Ég fór og keypti mér svona pakka af snýtibréfum en hér er mikil lenska að vera ávallt án undantekninga með snýtibréf í vasanum. Alveg finnst mér það furðulegt þegar fólk þarf alltaf að vera að snýta sér í tíma og ótíma og stinga bréfinu svo bara í vasann. Í viðleitni minni til að falla inn í hópinn fjárfesti ég því í snýtibréfum og hef pakkan yfirleitt með mér en ég ómögulega get vanið mig á það að snýta mér af fullum krafti í miðjum fyrirlestri en kannski kemur það með tímanum.
Ég breytti nafninu á blogginu, eftir að hafa fengið góðfúslegt leyfi frá munda. Ég tók þá eftir því að undirtitillinn á blogginu hefur frá upphafi verið lengi getur vont versnað og finnst mér það nú ótrúlega viðeigandi miðað við þessa síðustu og verstu daga (efnahagsmálin enn og aftur)
Þangaði til næst
Lifið í lukku en ekki í krukku

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

 • At 8:48 PM, Anonymous Anonymous said…

  Hehe, já ég kannast við þetta með snýtibréfin frá Sviss, Frakklandi og Belgíu.
  Passaðu bara að sjúga aldrei upp í nefið. Aldrei.

   
 • Blogger Ágústa said...

  <$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 1:31 PM, Blogger Ágústa said…

   Að sjúga upp í nefið þykir mikill ósiður í Bretlandi líka svo ekki sé nú talað um að þurrka sultardropa með handabakinu! Verst af öllu er þegar sogið er svo fast upp í nefið að gumsið safnast ofan í kok þaðan sem því er svo hrækt á götuna.

   Já það er ógeðslegt að snýta sér og stinga svo bréfinu í vasann en að stinga því upp í ermina (eins og vasalaust kvenfólk vill stundum gera) tekur út fyrir allan þjófabálk!

   Gaman að heyra af lífinu í Leauven,

   koss og kram

    
  • Blogger Ágústa said...

   <$BlogItemCommentCount$> Comments:

   • At 1:31 PM, Blogger Ágústa said…

    Að sjúga upp í nefið þykir mikill ósiður í Bretlandi líka svo ekki sé nú talað um að þurrka sultardropa með handabakinu! Verst af öllu er þegar sogið er svo fast upp í nefið að gumsið safnast ofan í kok þaðan sem því er svo hrækt á götuna.

    Já það er ógeðslegt að snýta sér og stinga svo bréfinu í vasann en að stinga því upp í ermina (eins og vasalaust kvenfólk vill stundum gera) tekur út fyrir allan þjófabálk!

    Gaman að heyra af lífinu í Leauven,

    koss og kram

     
   • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 12:57 PM, Anonymous Anonymous said…

     Gaman að heyra frá þér elskan...:) skemmtu þér æðislega vel:)

      
    • Blogger Tóta said...

     <$BlogItemCommentCount$> Comments:

     • At 10:38 PM, Blogger Tóta said…

      mér finnst ofsalega frelsandi að geta snýtt sér hvar og hvenær sem er því að mér hefur aldrei gengið vel að sjúga upp í nefið, kannski hef ég gengið full langt í borinu á yngri árum og því er tissjúið öllu betra...en blómin spretta vel :) múhahahahahah! þú ert samt með svo rúmgott nefhús Hildur að þú getur safnað dágóðum forða áður en þú þarft að snýta eða sjúga, nú eða bora!!
      Hafðu það gott litla syss og ekki hirða um ókeypis bjóra...ekkert er ókeypis í þessu lífi ;)

       
     • Anonymous Anonymous said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 1:11 PM, Anonymous Anonymous said…

       Hahahaha..rúmgott nefhús.. en ég les alltaf hjá þér..gleymi bara stundum að kvitta.. ég er strax farin að hlakka mikiðmikið til þegar þú kemur heim á frón..!

       en hafðu það gott Paul og ég hringi í þig fljótlega..kisskiss

        
      • Anonymous Anonymous said...

       <$BlogItemCommentCount$> Comments:

       • At 5:31 PM, Anonymous Anonymous said…

        Hildur mín, ég var í heimsókn hjá ömmu og afa í gær og þá kom til tals að þú værir úti að læra e-ð sniðugt. Þá mundi amma eftir því hvað henni mömmu þinni þótti nú ánægjulegt þegar amma spurði hana hvort hún væri ekki Hildur, eftir að Sigga og Ragga höfðu heldur betur látið ömmu vita að hún væri nú amma hans Bigga. Þetta var á Góugleði á Bakkanum fyrir einhverju síðan.... Kemur kannski málinu ekkert við en bara langaði að deila þessu með þér;) En vertu nú dugleg að snýta þér og ekki bugast á tímabundnu efnahagsástandi. Það eru bara góðir tímar fram undan.

        saknaðarkveðjur af klaka.

        Biggi

         
       • Anonymous Anonymous said...

        <$BlogItemCommentCount$> Comments:

        • At 9:42 AM, Anonymous Anonymous said…

         Þetta er greinilega mikið vandamál fyrir okkur Íslendinga. Ég nefnilega móðgaði Þjóðverja alveg hræðilega mikið í sumar af því að ég saug upp í nefið, síendurtekið.
         Vertu landi og þjóð til sóma, sjúgðu bara upp í nefið.

          

        Post a Comment

        << Home