Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, September 30, 2005

Klukk

Jei Jei Jei, við erum komin með ADSL :) Þvílíkur lúxus! Ég hef víst verið klukkuð, svo hér koma fimm staðreyndir um mig.

1. Ég er ansi lá í lofti eða akkúrat 5 fet eða u.þ.b. einn og hálfur metri og hef því aðeins vaxið um meter frá fæðingu.
2. Ég á mjög erfitt með að vera í þögn og tala því yfirleitt mjög mikið.
3. Ég fyllist óstjórnanlegu stressi ef fleiri en 3 atriði eru á dagskrá.
4. Ég drekk meira kók en góðu hófi gegnir
5. Ég lendi ansi oft í óvenjulegum óhöppum

Þá er það komið og skora ég hér með á Túrillu töntu og Svönu til þess að klukka, gaman væri líka ef 5.S klukkaði :) Enn mest af öllu klukka ég hann munda sem á víst að sjá um að halda þessari síðu uppi með mér.