Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, April 27, 2006

Úffalapúff

Er ekki kominn tími á smá raus. Ég hef ekki enn sett inn myndir af dimmision. Ástæðan er sú að tölvan mín er svo ansi hæg að ekki hefur gefist tími né þolinmæði til þess að kveikja á henni.
Allrasíðustu dagar hafa einkennst af einstökum leiðindum. Þannig er mál með vexti mér er skylt að mæta í íslenskupróf á föstudaginn, semsagt á morgun. Undirbúningur fyrir þetta próf felst m.a. í því að lesa tvær bækur eftir hinn ótvíræða frumkvöðul leiðindanna Heimir Pálsson. Það gekk þó og get ég þakkað meðlimum stórkostlegu hljómsveitarinnar Sigurrósar fyrir það en tónlist þeirra hljómaði í eyrum mér þann langa tíma sem ég var að berjast í gegnum þetta blaður.
Ég mun taka gleði mína á ný (vonandi) þegar þessu prófi er lokið á morgun. Aldrei hef ég hlakkað jafnmikið til þess að sitjast niður fersk með reiknivél í hönd og reikna nokkur vel valin dæmi.
Þessu fer nú samt senn að ljúka, hálfnuð verð ég frá og með morgundeiginum. JEIJEIJEI
Senn kemur að síðasta stúdentsprófi, þá útskrift og svo sumar í allri sinni dýrð.
En ég veit ekki hvort ég muni hafa þetta allt saman af svo ef þessi próf ríða mér að fullu er gott að vita að:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Annars er ekkert fleira að brjótast um í mínum oftroðna kolli svo þangað til næst
Bless kex

Thursday, April 06, 2006

...og fleiri

Ég er rosa dugleg að taka myndir og setja á netið. Ég var að setja inn myndir af síðasta skóladeginum mínum. Hann er semsagt búinn sem er mjög skrýtið. Sá hópur gamalla MR-inga sem skoðar þessa síðu fær e.t.v örlitla nostalgíu þegar það skoðar þær. Ég stalst meira að segja niður í kolakjallarann og tók myndir þar svo fyrir þá sem aldrei fóru þangað, nú vitið þið hvað þar er að finna.

Monday, April 03, 2006

Myndir

Nú er ég loksins orðin fullorðins. Ég hélt afmælisveislu hér á Kára síðasta laugardagskvöld og er nú búin að henda inn myndum úr partýinu. Ég skemmti mér rosa vel og fékk fullt fullt af allskyns frábærum gjöfum. Takk fyrir mig.
Svo er það bara dimmisjó á föstudaginn, er farin að hlakka mjög til.
Skrifa meira næst
bleble