Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, May 14, 2007

Prófatíð -sumarfrí

Þetta er nú alveg stórmerkilegt. Nú höfum við verið í prófum í dágóðan tíma en ekkert bloggað. Af því að dæma mætti halda að við höfum verið alveg einstaklega duglega að læra og ekki gefið okkur tíma til þess að blogga. Held ég þó að það sé nú ekki alveg réttur dómur.
Ég er nú á leið í mitt síðasta próf, núna klukkan hálf tvö, er nú barasta hætt að læra.
Mundi greyið á eftri tvær vikur og á að fara í stærðfræðipróf á morgun, sem hann mun nú rúlla upp.
Nú eru kosningarnar búnar og uni ég vel við niðurstöðurnar, að mínu mati (og Geirs) var Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari kosninganna þar sem hann bætti við sig 3 þingmönnum, og það eftir 16 ár í ríkisstjórn.
Ég er nú alveg að detta í sumarfrí og er nú komin með vinnu. Ég ætla að vinna í ríkinu í Austurstræti og selja áfengi. Veit ekki alveg hvort að það sé skemmtilegt, en það er allavega vinna.
Annars vil ég bara biðja fólk um að fara að taka upp regngallana sína og undirbúa sig fyrir regn og grámosku það sem eftir lifir sumar. Það er nefninlega trendið að það er gott veður, sól og logn rétt á meðan ég er í prófum en svo verða stakkaskipti á veðri þegar ég geng út úr mínu síðasta. Sjáið þið bara til, klukkan hálfffimm í dag fer að draga ský fyrir sólu.
En verið þið þá sæl að sinni