Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, November 28, 2007

SURPRISE

Þarna kom ég ykkur á óvart, þ.e.a.s þeim sem enn líta hér við.
Nú fyrst er nafnið á þessari síðu orðið rangnefni, og því jafnvel kominn tími á breytingar. Mér datt í hug nafnið Hústöku-Hildur og Miðbæjar-Mundi þar sem ég flokkast nú í hóp hústökufólks og Mundi er enn í miðbænum eftir að fjölskyldan á Kára leystist að mestu leyti upp. Tóta og Matti farin í sveit, Ágústa komin með bú í Bretlandi og Þórhildur senn á leið til Þýskalands.
Tilefni þessa bloggs er ekki það að eitthvað fréttnæmt hafi gerst, heldur fremur það að ég á að vera að lesa leiðinlega bók.
Annars er allt fínt af frétta, það fínt að búa í 107 þó svo að maður kíki nú iðulega á Kára gamla. Nú er önnin senn á enda og hefur liðið fljótt og gengið vel. Ég hef þó ekki getað vanið mig á það að vera á þjóðarbókhlöðunni frekar enn fyrri daginn en þar eru mundi og Þórhildur mest allan sólarhringinn. Mundi les lög og Þórhildur skrifar ritgerð.

Annars er ég nú aðallega að þessu til þess að sjá hvort viðbrögðin verði einhver. Hver veit nema þá færi þetta allt saman af stað aftur. Við skulum sjá.
Heyrumst kannski síðar, Hildur